Leikið í Víkinni og á Kópavogsvelli

Guðmundur Kristjánsson úr Breiðabliki og Kjartan Henry Finnbogason úr KR …
Guðmundur Kristjánsson úr Breiðabliki og Kjartan Henry Finnbogason úr KR mætast í kvöld. mbl.is/Eggert

Tveir síðustu leikirnir í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla fara fram í kvöld. Breiðablik tekur á móti KR og í gær var staðfest að Víkingar gætu tekið á móti Þórsurum á heimavelli sínum í Víkinni klukkan 19.15.

Þar eigast við nýliðarnir tveir í deildinni, Víkingur og Þór, sem urðu í tveimur efstu sætum 1. deildar í fyrra. Þá gerðu þau 1:1 jafntefli í Víkinni en Þór vann leikinn fyrir norðan, 4:3, eftir mikla dramatík í lokin.

Víkingar eru komnir í deildina á ný eftir þriggja ára fjarveru en Þór lék síðast í efstu deild fyrir níu árum.

Opnunarleikur á Kópavogsvellinum

Breiðablik leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik síðan liðið varð Íslandsmeistari síðasta haust. KR-ingum er spáð einu toppsætanna og liðin háðu tvo hörkuleiki síðasta sumar þar sem Blikar fóru með sigur af hólmi í bæði skiptin.

vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert