Valsmenn einir á toppnum

Harður slagur í leiknum á Grindavíkurvelli í kvöld.
Harður slagur í leiknum á Grindavíkurvelli í kvöld. mbl.is/Víkurfréttir

Valsmenn eru einir á toppi úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, eftir að hafa lagt Grindvíkinga, 2:0, á Grindavíkurvelli í kvöld. Þeir eru eina liðið sem er með 6 stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Arnar Sveinn Geirsson kom Val yfir á 19. mínútu. Tíu mínútum síðar bætti Guðjón Pétur Lýðsson við marki fyrir Hlíðarendapilta og þar við sat.

Lið Grindavíkur: Jack Giddens, Alexander Magnússon, Ólafur Örn Bjarnason, Bogi Rafn Einarsson, Paul McShane, Scott Ramsay, Jamie McCunnie, Jóhann Helgason, Orri Freyr Hjaltalín, Yacine Si Salem - Michal Pospisil.

Lið Vals: Haraldur Björnsson, Jónas Tór Næs, Atli Sveinn Þórarinsson (F), Halldór K. Halldórsson, Pól Justinussen, Guðjón Pétur Lýðsson , Haukur Páll Sigurðsson, Christian Mouritsen, Matthías Guðmundsson, Hörður Sveinsson, Arnar Sveinn Geirsson.
Magnús Þórisson dómari ræðir við leikmenn rétt áður en liðin …
Magnús Þórisson dómari ræðir við leikmenn rétt áður en liðin ganga inná Grindavíkurvöll í kvöld. mbl.is/Víkurfréttir
Grindavík 0:2 Valur opna loka
90. mín. Magnús Björgvinsson (Grindavík) á skot framhjá Ágætis skot sem fór framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert