Bryan Hughes: Var spenntur að sjá Eyjar

Það vakti talsverða athygli þegar enski miðjumaðurinn Bryan Hughes skrifaði undir samning hjá ÍBV í gær.  Hughes, 34 ára, er reyndur leikmaður sem á m.a. að baki 128 leiki í ensku úrvalsdeildinni en í þeim skoraði hann 10 mörk. 

Síðast spilaði hann með Grimsby í ensku utandeildinni en var samningslaus eftir tímabilið.  Eyjamenn hafa verið í vandræðum með sóknarleikinn í fyrstu tveimur leikjunum og vonast til þess að enski leikmaðurinn hjálpi til við að leysa þann vanda.

Hughes sagði við mbl.is að hann vissi ekki mikið um íslenskan fótbolta en Hermann Hreiðarsson vinur sinn hefði sagt sér mikið frá Vestmannaeyjum og hann hefði verið spenntur fyrir því að koma þangað. Það væri gott tækifæri fyrir sig, eftir að hafa verið í basli vegna meiðsla, að koma til Íslands og reyna að koma sér vel af stað á nýjan leik.

Hughes er kominn með leikheimild með ÍBV og gæti því spilað með liðinu gegn Val á Hlíðarenda í kvöld.

Nánar er rætt við Bryan Hughes í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV og Bryan Hughes á Hásteinsvelli í …
Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV og Bryan Hughes á Hásteinsvelli í gær. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert