Valur og ÍBV mætast í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Vodafonevellinum að Hlíðarenda klukkan 19.15 en Valsmenn fagna 100 ára afmæli sínu í dag. ÍBV vann 1:0 með glæsilegu sigurmarki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Eyjamenn voru í bullandi vandræðum í síðari hálfleik vegna þess að Tryggvi Guðmundsson lét reka sig út af undir lok fyrri hálfleiks og mark Þórarins kom eins og þruma úr heiðskýru lofti.
Byrjunarlið Vals:
Haraldur Björnsson - Jónas Þór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Pól Jóhannus Justinussen - Haukur Páll Sigurðsson, Christian Mouritsen, Guðjón Pétur Lýðsson - Matthías Guðmundsson, Hörður Sveinsson, Arnar Geirsson.
Varamenn:
Sindri Snær Jensson - Stefán Jóhann Eggertsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Jón Vilhelm Ákason, Guðmundur Hafsteinsson, Andri Fannar Stefánsson.
Byrjunarlið ÍBV:
Abel Dhiaira - Kelvin Mellor, Rasmus Christiansen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Matt Garner - Andri Ólafsson, Tonny Mawejje, Bryan Hughes - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Jordan Connerton, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn:
Albert Sævarsson - Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Borgþórsson, Anton Bjarnason, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Stynik.