Ólafur Örn: Einum færri hjálpar ekki

Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur var að vonum óhress með tapið en sagðist alltaf hafa vitað að verkefnið yrði erfitt. „Ég vissi að það yrði erfitt á útivelli gegn Íslandsmeisturunum, einum færri hjálpar ekki. Við fáum hinsvegar góð færi bæði í fyrri og seinni hálfleik.“

Ólafur var þó ánægður með viljann og fórnfýsn sinna manna sem lögðu sig alla fram og reyndu eftir fremsta megni að verjast sóknarþunga Blika eftir að vera manni færri frá 21. mínútu. „Rauða spjaldið breytir öllu, gegn liðið eins og Breiðabliki þá ertu bara í vörn í þeirri stöðu. Ég er hinsvegar mest svekktur að hafa fengið bæði mörkin úr föstum leikatriðum.“

Ólafur hafði ekki stórar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir tvo ósigra röð. 

Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur.
Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert