Frá Heerenveen til KR

Björn Jónsson fékk treyju númer 29 hjá Heerenveen.
Björn Jónsson fékk treyju númer 29 hjá Heerenveen. sc-heerenveen.n

Björn Jónsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, hefur ákveðið ganga til liðs við KR. Vefsíðan fótbolti.net hefur þetta eftir Rúnari Kristinssyni þjálfara KR.

Björn er 21 árs gamall og fó í gegnum yngri flokka ÍA. Hann fór hins vegar ungur til Hollands og hefur verið í herbúðum Heerenveen síðan 2005. Þar lék hann með unglinga- og varaliði félagsins en hefur glímt við meiðsli upp á síðastkastið

Björn var laus allra mála hjá Heerenveen í vor eftir að hafa fengið sig lausan undan samningi sínum vegna meiðsla og æfði um tíma með FH.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka