Fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna fór fram í dag með fimm leikjum. Íslands- og bikarmeistarar Vals tóku á móti Grindavík þar sem heimastúlkur höfðu nauman 1:0 sigur. Þær voru mun betri í leiknum en Emma Higgins markvörður Grindavíkur varði oft vel. Það hlýtur samt að vera áhyggjuefni hversu illa þeim tókst að nýta góð færi sín í leiknum.
ÍBV ferðaðist til lands og þaðan norður til Akureyrar og spilaði við Þór/KA. Skemmst er frá því að segja að nýliðarnir unnu stóran og sögulegan sigur 5:0 en fyrrverandi leikmenn Þórs/KA sem nú spila með ÍBV voru þeim erfiðar. Þær skoruð þrjú af mörkum Eyjastúlkna. Þá mætust Stjarnan og Fylkir en Stjarnan vann öruggan 3:0 sigur.
ÞórKA - ÍBV 0:5 (Þórhildur Ólafsdóttir, 3., Vesna
Smiljkovic, 21., Danka Podovac 41., 58. (v), Berglind Björg
Þorvaldsóttir 47.) Leik lokið
Valur - Grindavík 1:0
(Kristín Ýr Bjarnadóttir 67.) Leik lokið
Stjarnan -
Fylkir 3:0 (Kristin Edmonds , 14., Ashley Bares 77., Soffía
Gunnarsdóttir 80.) Leik lokið
Breiðablik - Þróttur R.
1:1 (Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 40. - Fanny Vágó, 67.) Leik
lokið
Afturelding - KR 0:0 (KR nýtti ekki
vítaspyrnu) Leik lokið
Breiðablik fékk Þrótt R. í heimsókn og skildu liðin jöfn 1:1 en Breiðablik brenndi af vítaspyrnu skömmu áður en Þróttur jafnaði metin. Mjög óvænt stig til nýliðanna þar sem ungverska landsliðskonan Fanny Vágó jafnaði metin.
Að endingu gerðu Afturelding og KR markalaust jafntefli í leik þar sem KR-ingar brenndu líka af vítaspyrnu og áttu tvö skot sem enduðu í tréverki heimastúlkna. Vesturbæjarliðið var nokkuð betra í leiknum en náði ekki að nýta sér yfirburðina.
Fylgst var með gangi mála í öllum leikjum dagsins hér fyrir neðan.
17.46 Það eru komnar tvær mínútur fram yfir venjulegan leiktíma á Hlíðarenda, staðan 1:0.
17.31 Mörk! Þróttur R. er búið að jafna metin gegn Breiðablik á Kópavogsvelli, staðan þar 1:1. Fanny Vágó skoraði markið á 67. mínútu en nokkrum mínútum áður klúðraði Jóna Kristín Hauksdóttir vítaspyrnu fyrir Breiðablik. Þá er Stjarnan búið að auka forskot sitt í 3:0 gegn Fylki. Tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst skoraði Ashley Bares á 77. mínútu og Soffía Gunnarsdóttir bættu svo við þriðja markinu á þeirri 80.
17:22 Mark! Valur er komið yfir gegn Grindavík en það var Kristín Ýr Bjarnadóttir á 67. mínútu. Markið kom eftir langt innkast inná vítateig Grindvíkinga.
17:18 Mark! Veislan heldur áfram hjá ÍBV gegn Þór/KA, Danka skoraði sitt annað mark í leiknum, nú úr vítaspyrnu á 58. mínútu. Markvörður Þórs braut á sóknarmanni ÍBV og rautt spjald hefði í raun átt að fara á loft miðað við upplýsingar frá Hönnu Dóru okkar konu fyrir norðan. Dómarinn lyfti hinsvegar aðeins gula spjaldinu.
17.13 Kristín Ýr Bjarnadóttir leikmaður Vals fær sannkallað dauðafæri á markteig en Emma Higgins ver vel í markinu. Kristín veit að hún átti að gera betur. Pressan er að marki Grindavíkur þessa stundina.
17.11 Garðar Örn dómari dæmdi óbeina aukaspyrnu á Higgins í markinu hjá Grindavík fyrir að vera með boltann lengur en í 6 sekúndur. Aukaspyrnan út við vítateigshornið en ekkert varð úr spyrnunni hjá Val. Sjaldséður dómur en Garðar viss í sinni sök. Enn markalaust.
17:05 Mark! Ótrúleg tíðindi berast frá Akureyri þar sem gestirnir úr ÍBV byrja seinni hálfleikinn eins og þann fyrri. Berglind Björg Þorvaldsóttir skoraði fjórða mark ÍBV á 47. mínútu, staðan 0:4.
17.00 Seinni hálfleikur er hafinn á Hlíðarenda. Valur gerði eina breytingu á liði sínu, Mist Edvardsdóttir kom af velli og Björk Gunnarsdóttir kom inná í hennar stað.
16.46 Hálfleikur: Það er kominn hálfleikur í flestum leikjum dagsins en óvæntasta staðan er líklega á Akureyri þar sem nýliðarnir í deildinni eru 0:3 yfir gegn liðinu sem endaði í öðru sæti á síðustu leiktíð. Þá er markalaust á Hlíðarenda.
16.43 Mark! Danka Podovac er búin að skora þriðja mark ÍBV á 41. mínútu. Hún var líkt og Vesna að skora gegn sínum gömlu félögum. Þór/KA hefur hinsvegar verið að spila mun betur og kom þetta mark því eins og köld tuska framan í þær. ÍBV hefur tvisvar þurft að bjarga á línu. Þá var rangstöðulykt af markinu samkvæmt okkar konu á Akureyri, Hönnu Dóru.
16:41 Mark! Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði fyrir Breiðablik beint úr hornspyrnu á 40. mínútu og staðan því 1:0 á Kópavogsvelli þar sem Þróttur R. er í heimsókn.
16.29 Emma Higgins í marki Grindavíkur er búin að sjá til þess að þær séu ekki einu marki undir í leik liðsins gegn Val á Hlíðarenda. Hún hefur verið örugg í úthlaupum og markvörslu. Staðan markalaus þegar 29 mínútur eru búnar.
16:25 Mark! ÍBV skoraði sitt annað mark á Akureyri á 21. mínútu. Leikmaður Þórs/KA á síðasta tímabili, Vesna Smiljkovic skoraði og staða ÍBV verðskulduð.
16:19 Það er enn markalaust á Hlíðarenda þótt Valur sé búið að eiga hættulegri færi og búið að vera meira með boltann. Grindavík hefur hinsvegar átt sín færi líka.
16:14 Mark! Stjarnan er komið yfir á heimavelli gegn Fylki. Það var Kristin Edmonds sem skoraði markið á 14. mínútu.
16:07 Mark! ÍBV skoraði strax á 3. mínútu á Akureyri gegn Þór/KA. Vörn heimastúlkna sofnaði á verðinum og Þórhildur Ólafsdóttir nýtti sér það. Staðan 0:1.
15.40 Leikskýrslan úr leik Stjörnunnar og Fylkis er tilbúin, smellið hér.
15.40 Leikskýrslan úr leik Vals og Grindavíkur er tilbúin, smellið hér.
15.40 Leikskýrslan úr leik Þór/KA og ÍBV er tilbúin, smellið hér.
15:40 Leikskýrslan úr leik Breiðabliks og Þróttar R. er tilbúin smellið hér.
15:40 Leikskýrslan úr leik Aftureldingar og KR er tilbúin smellið hér.