Jafnt á Hásteinsvelli

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, t.h. ásamt aðstoðarmanni.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, t.h. ásamt aðstoðarmanni. Árni Sæberg

ÍBV og Íslandsmeistarar Breiðabliks skildu jöfn, 1:1, í upphafsleik 4. umferðar úrvalsdeildar karla, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli í dag. Eitt mark var skorað í hvorum hálfleik.

Breiðablik var sterkara liðið í fyrr hálfleik og Guðmundur Kristjánsson kom því yfir á 37. mínútu. Annan leikinn í röð skoraði Þórarinn Ingi Valdimarsson fyrir ÍBV. Að þessu sinni jafnaði hann metin á 59. mínútu.

Við það stóð og voru bæði frekar óánægð með niðurstöðuna þegar þau gengu af leikvelli.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Bryan Hughes, Rasmus Steenberg Christiansen.
Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton BJarnason, Kjartan Guðjónsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson.

Byrjunarlið Breiðabliks: INgvar Þór Kale, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Steindórssno, Guðmundur Kristjánsson, Jökull I. Elísarbetarson, Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Sigmar INgi Sigurðarson, Kári Ársælsson, Viktor Unnar Illugason, Haukur Baldvinsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Marko Pavlov.

ÍBV 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Þriðja leikinn í röð skilja liðin jöfn og markatalan sú sama 1-1. Segja má að leikurinn hafi verið leikur tveggja hálfleika þar sem Blikar voru beittari í fyrri hálfleik en Eyjamenn sterkari í þeim síðari. Liðin spiluðu ágætis fótbolta og lögðu áherslu á að sækja. En niðurstaðan er jafntefli og leikmenn beggja liða ganga ósáttir af leikvelli.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert