FH og Víkingur R. mættust í 4. umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi-deildarinnar, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði klukkan 20.00. Liðin skildu jöfn 1:1. Egill Atlason skoraði fyrir Víking í fyrri hálfleik en Hannes Þ. Sigurðsson fyrir FH í þeim síðari. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Freyr Bjarnason, Pétur Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson - Hólmar Örn Rúnarsson, Matthías Vilhjálmsson, Hákon Hallfreðsson - Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson, Hannes Þ. Sigurðsson.
Byrjunarlið Víkings: Magnús Þormar - Walter Hjaltested, Mark Rutgers, Egill Atlason, Hörður Bjarnason - Baldur Aðalsteinsson, Halldór Smári Sigurðsson, Denis Abdulahi, Sigurður Egill Lárusson - Helgi Sigurðsson, Kemar Roofe.