Stjarnan og KR gerðu 1:1 jafntefli í Garðabænum í kvöld í 5. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. KR er því áfram á toppi deildarinnar en nú með 11 stig, þremur stigum betur en Stjarnan.
Jesper Jensen kom Stjörnunni yfir snemma í seinni hálfleik og voru heimamenn betri aðilinn í leiknum þar til Tryggi Sveinn Bjarnason fékk að líta sitt annað gula spjald á 62. mínútu og þar með rautt. Kjartan Henry Finnbogason jafnaði svo metin á 68. mínútu en þar við sat.
Lið Stjörnunnar: (4-3-3) Magnús Karl Pétursson -
Baldvin Sturluson, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Nikolaj Hagelskjær, Hörður Árnason - Daníel Laxdal, Þorvaldur Árnason,
Jesper Jensen - Jóhann Laxdal, Garðar Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson.
Varamenn: Ingvar Jónsson, Björn Pálsson, Birgir Rafn Baldursson, Aron Grétar Jafetsson, Hrannar Heimisson, Hafsteinn Rúnar Helgason, Víðir Þorvarðarson.
Lið KR: (4-3-3) Hannes Þ. Halldórsson - Dofri Snorrason, Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar S. Sigurðarson, Guðmundur R. Gunnarsson - Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Ásgeir Örn Ólafsson - Óskar Örn Hauksson, Guðjón Baldvinsson, Kjartan Henry Finnbogason.
Varamenn: Atli Jónasson, Gunnar Þór Gunnarsson, Baldur Sigurðsson, Gunnar Örn Jónsson, Aron Bjarki Jósepsson, Magnús Már Lúðvíksson, Jordao Diogo.