„Mér fannst Valsmenn spila eins og ég átti von á, þeir sitja aftur og kýla boltanum mikið fram en við vorum viðbúnir því“, sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram eftir 1:0 tap fyrir Val í Pepsi-deild karla að Hlíðarenda í kvöld.
„Valsmenn görguðu mikið til að reyna fá spjöld og annað en við tókum bara á því. Ég skerpti á sókninni í lokin en við vorum með þrjá leikmenn á miðjunni og þrjá frammi, alveg eins og síðasta leik og undanförnum leikjum“, bætti Þorvaldur við en Fram hefur aðeins náð einu stigi úr fyrstu fimm leikjum mótsins.