Tveir sáu rautt þegar Fylkir tapaði

Jóhann Þórhallsson úr Fylki og Arnór S. Aðalsteinsson úr Breiðabliki …
Jóhann Þórhallsson úr Fylki og Arnór S. Aðalsteinsson úr Breiðabliki eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

Breiðablik og Fylk­ir mæt­ust í úr­vals­deild karla í fót­bolta, Pepsi-deild­inni, á Kópa­vogs­velli klukk­an 19.15. Breiðablik byrjaði bet­ur og Krist­inn Stein­dórs­son kom þeim snemma í 2:0. Fylk­ir náði að minnka mun­inn í fyrri hálfleik en tvö rauð spjöld á leik­menn Fylk­is gerðu út um leik­inn.

Fyrst fékk Val­ur Fann­ar Gísla­son að fjúka útaf og síðan Fjal­ar Þor­geirs­son markvörður. Í kjöl­farið var dæmd víta­spyrna sem Krist­inn Stein­dórs­son skoraði úr og full­komnaði með því fyrstu þrennu sum­ars­ins í Pepsi-deild­inni. Leik­ur­inn endaði því 3:1 heima­mönn­um í vil.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrj­un­arlið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Finn­ur Orri Mar­geirs­son, Elf­ar Freyr Helga­son, Krist­inn Stein­dórs­son, Rafn Andri Har­alds­son, Guðmund­ur Kristjáns­son, Jök­ull Elísa­bet­ar­son, Arn­ar Már Björg­vins­son, Krist­inn Jóns­son, Arn­ór SVeinn Aðal­steins­son, Dyl­an Jacob MacAllister.
Vara­menn: Kári Ársæls­son, Vikt­or Unn­ar Ill­uga­son, Ol­geir Sig­ur­geirs­son, Mar­ko Pavlov, Sig­mar Ingi Sig­urðar­son (m), Tóm­as Óli Garðars­son, Andri Rafn Yeom­an.

Byrj­un­arlið Fylk­is: Fjal­ar Þor­geirs­son, Kristján Valdi­mars­son, Ásgeir Börk­ur Ásgeirs­son, Val­ur Fann­ar Gísla­son, Þórir Hann­es­son, Ingi­mund­ur Ní­els Óskars­son, Andrés Már Jó­hann­es­son, Jó­hann Þór­halls­son, Gylfi Ein­ars­son, Al­bert Brynj­ar Inga­son, Tóm­as Þor­steins­son.
Vara­menn: Davíð Þór Ásbjörns­son, Ísak Björg­vin Gylfa­son (m), Daní­el freyr Guðmunds­son, Trausti Björn Rík­arðsson, Andri Már Her­manns­son, Andri Þór Jóns­son, Hjört­ur Her­mann­son.

Breiðablik 3:1 Fylk­ir opna loka
skorar Kristinn Steindórsson (13. mín.)
skorar Kristinn Steindórsson (18. mín.)
skorar Kristinn Steindórsson (71. mín.)
Mörk
skorar Þórir Hannesson (32. mín.)
fær gult spjald Dylan Macallister (47. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Tómas Þorsteinsson (45. mín.)
fær gult spjald Valur Fannar Gíslason (62. mín.)
fær rautt spjald Valur Fannar Gíslason (64. mín.)
fær rautt spjald Fjalar Þorgeirsson (68. mín.)
fær gult spjald Andri Þór Jónsson (83. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90 Breiðablik fær hornspyrnu
+4
90 Marko Pavlov (Breiðablik) á skot framhjá
+3
90 Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir) á skot framhjá
+2 beint úr aukaspyrnu.
90
Það er kominn uppbótartími á Kópavogsvelli.
90 Breiðablik fær hornspyrnu
90 Marko Pavlov (Breiðablik) á skot sem er varið
af varnarmanni og afturfyrir
87 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
og engin hætta skotið langt framhjá.
85 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
góð tilraun hjá Kristni en skotið rétt framhjá markinu.
83 Andri Þór Jónsson (Fylkir) fær gult spjald
fyrir brot.
82 Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) kemur inn á
82 Dylan Macallister (Breiðablik) fer af velli
82 Marko Pavlov (Breiðablik) kemur inn á
82 Rafn Andri Haraldsson (Breiðablik) fer af velli
81
Gylfi Einarsson spilar nú í miðverði í stað Vals Fannars.
78 Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
eftir hornspyrnu frá Kristni Jónssyni. Ágæt tilraun en skallinn framhjá.
78 Breiðablik fær hornspyrnu
78 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
af varnarmanni og aftur fyrir.
76 Tómas Þorsteinsson (Fylkir) á skot sem er varið
hann er greinilega kominn með skotleyfi því aftur var þetta af löngu færi en nú á markið.
75 Tómas Þorsteinsson (Fylkir) á skot framhjá
já eða yfir markið. Skotið af löngu færi en boltinn ekki langt frá markinu. Ingvar virtist þó alltaf með hann.
71 MARK! Kristinn Steindórsson (Breiðablik) skorar
úr vítaspyrnunni. Hann þurfti að bíða lengi eftir því að fá að taka hana en fyrsta þrenna sumarsins er staðreynd.
71 Ísak B. Gylfason (Fylkir) kemur inn á
71 Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) fer af velli
68 Fjalar Þorgeirsson (Fylkir) fær rautt spjald
fyrir brot á Kristni Steindórssyni.
68 Breiðablik fær víti
Fjalar braut á Kristni Steindórssyni.
68 Dylan Macallister (Breiðablik) á skalla í þverslá
65 Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir) kemur inn á
65 Jóhann Þórhallsson (Fylkir) fer af velli
64 Valur Fannar Gíslason (Fylkir) fær rautt spjald
sitt annað gula spjald í leiknum fyrir brot á miðjum vellinum. Aftur braut Valur á Andra, í þetta skiptið var það klaufalegt. Hárréttur dómur.
63 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot framhjá
eða yfir, beint úr aukaspyrnu.
62 Valur Fannar Gíslason (Fylkir) fær gult spjald
fyrir brot á Andra Rafn rétt fyrir utan vítateig. Andri við það að sleppa í gegn.
60
Dómari leiksins virðist vera að missa tökin á leikmönnum því í tveimur til þremur tilvikum í röð hefur annað hvort komið til handalögmála eða orðaskipta milli leikmanna en Vilhjálmur veitir aðeins tiltal.
55 Tómas Þorsteinsson (Fylkir) á skot sem er varið
beint úr aukaspyrnu 40 metra frá marki. Tómas reyndi að nota vindinn en Ingvar Þór öruggur í markinu.
53
Fylkir hefur sótt mun meira það sem af er seinni hálfleiks og Jóhann Þórhallsson kom boltanum inn fyrir línuna áðan en aðstoðardómarinn var búinn að flagga á rangstöðu.
49 Dylan Macallister (Breiðablik) á skot sem er varið
laflaust með vinstri 5 metra fyrir utan vítateig. Fjalar hirti boltann upp af jörðinni.
47 Dylan Macallister (Breiðablik) fær gult spjald
fyrir að fara með hendurnar útréttar í skallaeinvígi miðað við táknmál dómarans. Litlar sakir fannst manni héðan úr blaðamannastúkunni en gula spjaldið staðreynd.
46 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) kemur inn á
46 Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik) fer af velli
46 Leikur hafinn
45 Hálfleikur
Fjörugum fyrri hálfleik er lokið milli Breiðabliks og Fylkis. Blikar komust snemma í 2:0 en Fylkir jafnaði. Heimamenn hafa verið ögn betri en þó hafa gestirnir átt sín færi.
45 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
flott skot beint úr aukaspyrnu en Fjalar vandanum vaxinn í markinu og ver boltann afturfyrir en enginn tími er fyrir hornspyrnuna.
45 Tómas Þorsteinsson (Fylkir) fær gult spjald
+1 fyrir ljóta tæklingu á miðjum vellinum. Það var Jökull Elísabetarson sem varð fyrir barðinu á Tómasi.
42
Frábær sending inn fyrir vörn Fylkis frá MacAllister en Arnar Már klaufi að missa boltann aftur fyrir endamörk. Upplagt tækifæri fyrir Blika að auka muninn aftur í tvö mörk.
41 Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) á skot sem er varið
en það máttlaust frá vítateigshorninu og Ingvar Kale ekki í vandræðum með að grípa boltann.
36
Í kjölfar þess að Alvert þurfti að fara útaf þá er Jóhann Þórhallsson nú fremstur í framlínu Fylkis og Tómas Þorsteinsson hefur fært sig á vinstri kanntinn. Andri Þór kemur í vinstri bakvörðinn.
34 Andri Þór Jónsson (Fylkir) kemur inn á
34 Albert Brynjar Ingason (Fylkir) fer af velli
vegna meiðsla.
32 MARK! Þórir Hannesson (Fylkir) skorar
og minnkar muninn. Fylkir fékk aukaspyrnu nálægt miðju vallarins. Tómas Þorsteinsson tók hana og sendi beint á kollinn á Þóri sem skoraði úr miðjum vítateignum.
31
Albert Brynjar Ingason varð fyrir meiðslum og þarf að bera hann útaf. Óvíst með frekari þátttöku hans í þessum leik.
30 Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) á skot framhjá
fékk sendingu inn í teiginn en hann þurfti að taka boltann á lofti í fyrstu snertingu sem tókst ekki að þessu sinni.
24
Tvö mörk Breiðabliks með skömmu millibili þýða að nú þarf Fylkir að sækja sem þeir gerðu ekki í upphafi. Það hefur gefið Blikum tækifæri á að beita skyndisóknum. Fylkir hefur átt tvær aukaspyrnur á ákjósanlegum stöðum en hafa ekki nýtt það sem skildi. Þá er greinilegt að Dylan MacAllister er að finna sig vel í framlínunni hjá Blikum. Varnarmenn Fylkis eiga í stökustu vandræðum með hann, sérstaklega í loftinu.
18 MARK! Kristinn Steindórsson (Breiðablik) skorar
og aftur eftir stoðsendingu frá Guðmundi. MacAllister gerði einnig vel þegar hann vann boltann og kom honum á Guðmund rétt fyrir utan vítateiginn. Guðmundur átti síðan sendingu á Kristinn við vítateigshornið vinstra megin. Hann lék á einn varnarmann Fylkis og skaut svo í fjær hornið. Vel að þessu marki staðið hjá Breiðablik.
13 MARK! Kristinn Steindórsson (Breiðablik) skorar
eftir hornspyrnu. Guðmundur Kristjánsson skallaði boltann úr miðjum vítateignum eftir klafs, á Kristinn sem stóð óvaldaður á fjærstöng og kom boltanum auðveldlega í netið með föstu skoti á nærstöng.
13 Breiðablik fær hornspyrnu
11 Breiðablik fær hornspyrnu
11 Dylan Macallister (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
af varnarmanni
8 Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir) á skot framhjá
og engin hætta enda skotið misheppnað og langt yfir markið af frekar löngu færi.
7 Dylan Macallister (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
hann er strax farinn að láta að sér kveða. McAllister vann skallaeinvígi á miðjum vallarhelming Fylkis. Boltinn barst til Arnars Más sem sendi fyrir og þar var hann mættur en skalli hans rétt framhjá.
5
Liðin byrja þetta rólega á Kópavogsvelli og eru að þreifa fyrir sér inná miðjunni. MacAllister er fremstur hjá Breiðablik og þeir Tómas og Kristinn á könntunum. Arnar Már styður svo vel við þá.
1 Leikur hafinn
Fylkir leikur á móti vindi.
0
Ástralinn Dylan Jacob MacAllister spilar sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld en hann er í byrjunarliðinu. Tómas Óli fer á bekkinn ásamt Andra Rafn. Rafn Andri kemur inná miðjuna í hans stað frá því í leiknum gegn ÍBV. Ólafur Þórðarson gerir engar breytingar á Fylkisliðinu sem vann Val í síðustu umferð 2:1.
0
Breiðablik og Fylkir hafa mæst 16 sinnum í efstu deild frá 1996 og hafa unnið 7 leiki hvort. Útisigrar hafa verið margir í viðureignum liðanna því hvort um sig hefur sigrað hitt 4 sinnum á útivelli. Markatalan er 26:20, Fylkismönnum í hag, og þar njóta þeir tveggja stórsigra, 6:1 á Kópavogsvelli árið 1996 og 5:0 á Fylkisvelli árið 2000.
0
Breiðablik vann báða leiki liðanna í deildinni í fyrra. Fyrst 4:2 á Fylkisvelli þar sem Alfreð Finnbogason skoraði tvö markanna og svo 1:0 á Kópavogsvelli þar sem Kristinn Steindórsson skoraði sigurmarkið. Það var annar 1:0 heimasigur Blika á Fylki í röð.
0
Fylkir er í 4. sæti deildarinnar eftir 4 umferðir með 7 stig en Breiðablik er í 9. sæti með 4 stig.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (M), .
Varamenn: (M), .

Fylkir: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Breiðablik 15 (7) - Fylkir 8 (4)
Horn: Breiðablik 5.

Lýsandi:
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1260

Leikur hefst
22. maí 2011 19:15

Aðstæður:
Þurrt, nokkur vindur en völlurinn ágætur, virðist laus í sér.

Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Aðstoðardómarar: Gylfi Már Sigurðsson og Leiknir Ágústsson

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 325:125 200 9
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 3 0 1 2 124:323 -199 1
06.03 Sviss 123:321 Frakkland
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 325:125 200 9
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 3 0 1 2 124:323 -199 1
06.03 Sviss 123:321 Frakkland
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert