Annar 5:0 sigur Eyjakvenna

Kristín Erna Sigurlásdóttir kemur ÍBV yfir í leiknum í kvöld.
Kristín Erna Sigurlásdóttir kemur ÍBV yfir í leiknum í kvöld. mbl.is/Sigfús Gunnar

ÍBV vann stór­sig­ur á Aft­ur­eld­ingu, 5:0, í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu, Pepsi-deild­inni, á Há­steinsvelli í Vest­manna­eyj­um í kvöld. Nýliðar ÍBV hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína með þess­ari marka­tölu.

Krist­ín Erna Sig­ur­lás­dótt­ir og Danka Podovac skoruðu tvö mörk hvor og Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir eitt.

Þrír aðrir leik­ir fara fram í kvöld og er fylgst með gangi mála í þeim öll­um: Bein lýs­ing.

Fylgst var með gangi mála á Há­steinsvelli hér á mbl.is:

92. Flautað af í Eyj­um og stór­sig­ur, 5:0, er staðreynd.

89.

84. Aft­ur­eld­ing fær horn­spyrnu, góð spyrna og bolt­inn end­ar hjá Vaila Barsley sem á skot beint í fangið á Birnu Berg Har­alds­dótt­ur markverði ÍBV.

77. Aft­ur­eld­ing á gott skot af vinstri kanti, Elín Svavars­dótt­ir, en Birna Berg Har­alds­dótt­ir í marki ÍBV ver ör­ugg­lega.

75. Tvær skipt­ing­ar hjá ÍBV. Út af koma Þór­hild­ur Ólafs­dótt­ir og Danka Podovac og inn á koma Hlíf Hauks­dótt­ir og Edda María Birg­is­dótt­ir.

72. MARK - 5:0. Eyja­kon­ur láta það ekki á sig fá að spila á móti sterk­um strengn­um. Vesna Smilj­kovic á þversend­ingu á Krist­ínu Ernu Sig­ur­lás­dótt­ur, sem á hörku­skot í þverslána og inn.

68. Sesselja Líf Val­geirs­dótt­ir átti hörku­skot að marki ÍBV en vel varið hjá Birnu Berg Har­alds­dótt­ur. Aft­ur­ed­ling fær horn en spyrn­an er ekki góð og bolt­inn end­ar í hliðarnet­inu.

66. Vaila Barsley brýt­ur illa á Krist­ínu Ernu rétt utan víta­teigs Aft­ur­eld­ing­ar og fær gult spjald fyr­ir. Ekk­ert verður úr auka­spyrn­unni.

60. Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir á skot í stöng eft­ir þunga sókn ÍBV.

58. MARK - 4:0. Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir­brun­ar upp völl­inn með bolt­ann og renn­ir hon­um á Berg­lindi Björgu Þor­valds­dótt­ur sem skor­ar auðveld­lega fjórða mark ÍBV.

55. Leik­ur­inn hef­ur jafn­ast tölu­vert, liðin skipt­ast á um að sækja en lítið um hættu­leg færi það sem af er seinni hálfleik.

47. ÍBV virðist ætla að pressa áfram framar­lega þrátt fyr­ir að liðið leiki nú á móti híf­andi rok­inu.

46. Þjálf­ar­arn­ir gera báðir breyt­ing­ar á liðum sín­um í hálfleik. Aft­ur­eld­ing skipt­ir út mark­manni sín­um, Nína Björk Gísla­dótt­ir kem­ur út af fyr­ir Jacqcel­ine T Des Jardin. ÍBV skipt­ir út vinstri bakverði, Jó­hanna Svava Gunn­ars­dótt­ir kem­ur út af fyr­ir Kol­brúnu Ingu Stef­áns.

45. HÁLFLEIK­UR á Há­steinsvelli og staða Eyja­kvenna er væn­leg, staðan er 3:0.

40. MARK - 3:0. Danka Podovac skor­ar aft­ur, sitt annað mark í leikn­um. Brotið á Krist­íni Ernu rétt fyr­ir utan víta­teig­inn og dæmd auka­spyrna. Hana tek­ur Danka og skor­ar með hnit­miðuðu skoti.

36. Í Eyj­um eru nú 18 metr­ar á sek­úndu, fer í 25 metra á sek­úndu í vind­hviðum, og hit­inn er 6,8 stig. Kjöraðstæður til knatt­spyrnuiðkun­ar, eða hitt þó held­ur!

27. MARK - 2:0. Danka Podovac skor­ar fyr­ir ÍBV, með skoti utan af velli, og aft­ur er það Þór­hild­ur Ólafs­dótt­ir fyr­irliði sem legg­ur upp markið.

12. MARK - 1:0. Krist­ín Erna Sig­ur­lás­dótt­ir kem­ur ÍBV yfir eft­ir send­ingu frá Þór­hildi Ólafs­dótt­ur.

10. Krist­ín Erna Sig­ur­lás­dótt­ir skýt­ur naum­lega fram­hjá marki Aft­ur­eld­ing­ar.

9. Vind­ur­inn hef­ur mik­il áhrif á leik­inn. ÍBV sæk­ir meira und­an hon­um.

7. Hörku­skot frá Dönku Podovac að marki Aft­ur­eld­ing­ar.

3. Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir sókn­ar­maður ÍBV brenn­ir af úr dauðafæri.

1. Leik­ur­inn er haf­inn á Há­steinsvelli. Mikið rok er á vell­in­um í dag og Aft­ur­eld­ing hef­ur leik­inn gegn vind­in­um.

Leik­skýrsl­an úr ÍBV-Aft­ur­eld­ing.

ÍBV, sem vann 1. deild­ina í fyrra, sigraði Þór/​KA óvænt á Ak­ur­eyri, 5:0, í fyrstu um­ferðinni og Aft­ur­eld­ing gerði þá 0:0 jafn­tefli við KR á heima­velli.

Þetta er fyrsti heima­leik­ur ÍBV í efstu deild í sex ár en kvennalið fé­lags­ins var lagt niður um sinn að loknu tíma­bili­inu 2005.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert