Eyjmaðurinn Tryggvi Guðmundsson ætlar ekki láta kinnbeinsbrot aftra sér frá því að spila fótbolta. Tryggvi þríbrotnaði í andlitinu í leiknum á móti Keflavík í Pepsi-deildinni um síðustu helgi og reiknað var með því að hann yrði ekki með í næstu leikjum ÍBV-liðsins. Tryggvi segir hins vegar í viðtali við fotbolti.net í dag að hann stefni á að vera með í leiknum gegn Víkingi á sunnudaginn.
Tryggvi er búinn að útvega sér andlitsgrímu sem hann mun bera en sóknarmaðurinn skæði skoraði fyrra mark Eyjamanna í leiknum við Keflvíkinga og færist hægt og bítandi nær markametinu sem Ingi Björn Albertsson á. Ingi skoraði 126 mörk í efstu deild en Tryggvi er kominn í 118 mörk og hann ætlar sér að slá met fyrrum þingmannsins.