Þorvaldur: Gaman að sjá færsluna

00:00
00:00

Fram er aðeins með eitt stig eft­ir sex leiki í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu eft­ir að liðið tapaði fyr­ir KR í kvöld 2:1 á heima­velli. Þor­vald­ur Örlygs­son þjálf­ari Fram ræddi við mbl.is að leik lokn­um.

„Við fáum ekk­ert úr úr leikn­um þrátt fyr­ir að spila ágæt­lega á köfl­um. Við vor­um að ná ágæt­is færsl­um sem við erum bún­ir að vera að vinna í. Það var mjög gam­an að sjá það.“

Framliðið hef­ur í und­an­förn­um leikj­um í deild­inni fengið á sig mörk í síðari hálfleik án þess að svara fyr­ir sig. Til að mynda gegn Stjörn­unni þegar þeir skoruðu fjög­ur mörk. Þor­vald­ur gaf lítið fyr­ir það.

„Ég er ekki hér til að vera sam­mála þér eða ekki. Það sem skipt­ir máli er að við vor­um með „control“ á leikn­um í fyrri hálfleik. Auðvitað dett­um við neðar í seinni án þess þó að þeir séu að skapa sér færi að ein­hverju ráði.“

Þá sagði Þor­vald­ur að leik­menn KR hefðu kom­ist upp með óþarfa brot á miðjum vell­in­um. Aðspurður hvort hann hefði verið ósátt­ur með dómgæsl­una sagði hann svo ekki vera nú frek­ar en áður.

Þorvaldur Örlygsson hefur ekki enn náð þremur stigum með liði …
Þor­vald­ur Örlygs­son hef­ur ekki enn náð þrem­ur stig­um með liði sínu Fram á þess­ari leiktíð. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Rún­ar Guðmunds­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka