Valsmenn lögðu Blika

Sigurbjörn Hreiðarsson og Kristinn Jónsson í baráttu um boltann í …
Sigurbjörn Hreiðarsson og Kristinn Jónsson í baráttu um boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Valsmenn unnu Breiðablik 2:0 í Pepsi deild karla í knattspyrnu á Hliðarenda í kvöld og eru komnir með 12 stig í þriðja sæti deildarinnar. Meistarar Breiðabliks sitja eftir með 7 stig.

Leikurinn var ekki sá besti sem sést hefur, en stigin þrjú voru Valsmönnum dýrmæt í baráttunni á toppnum. Matthías Guðmundsson og Hörður Sveinsson skoruðu mörkin.

Byrjunarlið Vals: Haraldur Björnsson, Jónas Tór Næs, Halldór K. Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Pól Jahannus Justinussen, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Matthías Guðmundsson, Þórir Guðjónsson, Christian R. Mouritsen, Haukur Páll Sigurðsson.

Varamenn: Sindri Snær Jensson, Stefán Jóhann Eggertsson, Hörður Sveinsson, Jón Vilhelm Ákason, Fitim Morina, Andri Fannar Stefánsson, Ingólfur Sigurðsson.

Byrjunarlið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Steindórsson, Guðmundur Kristjánsson, Jökull I. Elísabetarson, Anrar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Dylan Jacob MaCllister, Andri Rafn Yeoman.

Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðsson, Kári Ársælsson, Viktor Unnar Illugason, Haukur Baldvinsson, Rafni Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Marko Pavlov.

Valur 2:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Nú er bara viðbótartími eftir, hversu mikill hann er veit enginn nema dómarinn enda engin spjöld notuð til að sýna áhorfendum hvað mikið er eftir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert