Kristinn jók forystuna

Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson. mbl.is/Eggert

Kristinn Steindórsson úr Breiðabliki jók forskot sitt á hvorum tveggja vígstöðvum – sem markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla og sem stigahæsti leikmaðurinn í einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Kristinn skoraði og fékk eitt M fyrir frammistöðu sína þegar Blikar gerðu jafntefli, 1:1, við Fram í fyrrakvöld. Hann er tveimur mörkum á undan næstu mönnum á markalistanum, og tveimur M-um á undan næstu mönnum í einkunnagjöfinni.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er samantekt á hæstu mönnum í M-gjöfinni, markahæstu mönnum, markskotum liðanna, aðsókn og fjölda gulra og rauðra spjalda í deildinnni til þessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka