BÍ/Bolungarvík vann í kvöld ótrúlegan stórsigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks, 4:1, í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta, Valitor-bikarsins eftir framlengingu á Torfnesvelli á Ísafirði.
Tomi Ameobi og Sölvi Geir Gylfason skoruðu tvö mörk hvor fyrir BÍ/Bolungarvík en Arnór Sveinn Aðalsteinsson gerði fyrsta mark leiksins fyrir Blika. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma.
Það verða því tvö 1. deildarlið sem eigast við í 8-liða úrslitunum, BÍ/Bolungarvík og Þróttur R.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
120. Flautað af á Ísafirði og gríðarlegur fögnuður brýst út meðal heimamanna, innan vallar sem utan.
120. MARK - 4:1. Vestfirðingar skora fjórða markið eftir skyndisókn og þar er Sölvi Geir Gylfason að verki með hörkuskoti .
114. MARK - 3:1. Þriðja mark heimamanna er staðreynd og Íslandsmeistararnir virðast á leiðinni útúr bikarkeppninni. Andri Rúnar Bjarnason skorar sitt annað mark með hörkuskoti eftir innkast.
112. Þórður Ingason í marki BÍ/Bolungarvíkur ver glæsilega hörkuskot frá Olgeiri Sigurgeirssyni.
106. MARK - 2:1. !!! Nú er fyrst allt að verða vitlaust á Ísafirði. Á fyrstu mínútu í seinni hálfleik framlengingar skorar Sölvi Geir Gylfason með glæsilegu skoti. BÍ/Bolungarvík hefur náð forystu gegn Íslandsmeisturunum. Heimaleikur gegn Þrótti R. er í húfi fyrir Vestfirðinga.
105. Fyrri hálfleik framlengingar lokið og enn er allt í járnum, 1:1, og mikil stemning í brekkunni á Torfnesvelli.
96. Sölvi Geir Gylfason fær dauðafæri fyrir BÍ/Bolungarvík. Hann kemst einn innfyrir vörn Blika en Sigmar Ingi Sigurðarson ver vel frá honum!
95. Andri Rafn Yeoman í dauðafæri á markteigshorni Vestfirðinga en þrumar í hliðarnetið.
92. Olgeir Sigurgeirsson fær gott færi fyrir Blika í byrjun framlengingarinnar, sleppur einn gegn Þórði Ingasyni markverði sem ver vel frá honum.
90. Flautað til leiksloka og leikurinn er framlengdur!
85. Olgeir Sigurgeirsson skallar yfir mark Djúpmanna úr dauðafæri eftir fyrirgjöf frá hægri.
72. MARK - 1:1. Heldur betur fögnuður á Torfnesvelli þegar Tomi Ameobi jafnar metin á 72. mínútu. Zoran Stamenic sendi boltann inní vítateiginn, Atli Guðjónsson skallaði á Ameobi sem var einn gegn Sigmari Inga og skoraði af öryggi.
60. Litlu munar að Blikar bæti við marki en Zoran Stamenic bjargar á línu frá ástralska framherjanum Dylan Macallister.
45. HÁLFLEIKUR á Torfnesvelli þar sem Breiðablik er með forystu, 1:0.
44. Zoran Stamenic miðvörður Djúpmanna í dauðafæri í markteig Blika eftir aukaspyrnu en hittir ekki markið.
30. Ingvar Þór Kale markvörður Breiðabliks meiðist og þarf að fara af velli. Sigmar Ingi Sigurðarson kemur í hans stað. Ísfirðingar skoruðu en markið var dæmt af þar sem dómarinn taldi að brotið hefði verið á Ingvari. Spurning hvort það hafi verið samherji sem rakst á hann?
27. MARK - 0:1. Glæsilegt mark hjá Arnóri Sveini Aðalsteinssyni sem tekur boltann á lofti utan vítateigs og þrumar honum óverjandi í vinstra markhornið.
4. Kevin Brown, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur, fær gula spjaldið fyrir harða tæklingu.
1. Leikurinn er hafinn á Torfnesvellinum.
18.46 Hálftíma fyrir leik er mikil stemning hjá heimamönnum sem rétt áðan stofnuðu stuðningsmannafélagið Blár og marinn. Það er nánast blankalogn á Ísafirði og glittir í sólina.
Sigurliðið í leiknum í kvöld fær Þrótt R. í heimsókn í 8-liða úrslitunum sunnudaginn 3. júlí.
BÍ/Bolungarvík náði sínum besta árangri í bikarkeppninni í fyrra þegar liðið komst í 16-liða úrslitin en tapaði þá 0:2 heima gegn Stjörnunni. Nú er liðið komið jafnlangt.
Breiðablik er í 8. sæti Pepsi-deildarinnar en BÍ/Bolungarvík er í 3. sæti 1. deildar sem er besta staða liðsins í deildakeppninni frá upphafi.
Lið BÍ/Bolungarvíkur: Þórður Ingason - Sigurgeir Gíslason, Loic Mbang Ondo, Zoran Stamenic, Atli Guðjónsson, Kevin Brown, Hafþór Atli Agnarsson, Gunnar Már Elíasson, Nicholas Deverdics, Colin Marshall, Tomi Ameobi.
Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Kári Ársælsson, Elfar Freyr Helgason, Finnur Orri Margeirsson, Arnór S. Aðalsteinsson, Guðmundur Kristjánsson, Jökull I. Elísabetarson, Andri Rafn Yeoman, Rafn Andri Haraldsson, Kristinn Steindórsson, Dylan Macallister.