Jafntefli í Árbænum

Frá viðureign Fylkis og Þórs sem nú eru að spila …
Frá viðureign Fylkis og Þórs sem nú eru að spila í Árbænum. Gísli Páll Helgason reynir að stöðva Ingimund Níels Óskarsson. mbl.is/Eggert

Fylkir og Þór skildu jöfn í Árbænum í dag í Pepsideild karla í knattspyrnu, 1:1. Sveinn Elías Jónsson kom Þór yfir á 8. mínútu en Albert Brynjar Ingason jafnaði þremur mínútum síðar. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Fylkir er fyrir leiki kvöldsins með 14 stig í 3. sæti en Þór með 8 stig í 9. sæti.

Lið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Andri Þór Jónsson, Kristján Valdimarsson, Þórir Hannesson, Tómas J. Þorsteinsson, Gylfi Einarsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Baldur Bett, Andrés Már Jóhannesson, Albert Brynjar Ingason, Ingimundur Níels Óskarsson.
Varamenn: Bjarni Þórður Halldórsson, Valur Fannar Gíslason, Jóhann Þórhallsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Daníel Freyr Guðmundsson, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson.

Lið Þórs: Srdjan Rajkovic, Gísli Páll Helgason, Þorsteinn Ingason, Ingi Freyr Hilmarsson, Janez Vrenko, Baldvin Ólafsson, Gunnar Már Guðmundsson, Atli Sigurjónsson, Sveinn Elías Jónsson, Jóhann Helgi Hannesson, Sigurður Marinó Kristjánsson.
Varamenn: Björn Hákon Sverrisson, Ármann Pétur Ævarsson, Ottó Hólm Reynisson, David Disztl, Kristján P. Hannesson, Kristján Sigurólason, Pétur Heiðar Kristjánsson.

Fylkir 1:1 Þór opna loka
90. mín. Fylkir fær hornspyrnu Tíunda hornspyrna Fylkis í leiknum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert