ÍBV sigraði St. Patrick's Athletic frá Írlandi, 1:0, í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld.
Andri Ólafsson skoraði sigurmark Eyjamanna úr vítaspyrnu á 50. mínútu eftir að Gary Rogers markvörður St. Patrick's braut á Tryggva Guðmundssyni. Í kjölfarið bjargaði Rogers Írunum í tvígang með frábærri markvörslu.
Síðasta hálftímann voru hinsvegar Írarnir sterkari og Eyjamenn sluppu vel þegar þeir áttu skot í þverslá og Tonny Mawejje bjargaði á marklínu ÍBV seint í leiknum.
Liðin mætast aftur í Dublin eftir viku, næsta fimmtudag. Sigurliðið samanlagt mætir Koper frá Slóveníu eða Shakhter Karagandy frá Kasakstan.
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mavejje, Kelvin Mellor, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen.
Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Bryan Huges.
Byrjunarlið St. Patrick's: Gary Rogers, Derek Pender, Ian Bermingham, Evan McMillan, Daryl Kavanagh, Stephen Bradley, Danny North, Derek Doyle, Brian Shorthall, David Mulcahy, Paul Crowley.