Anna Björg með tvö í sigri Fylkis

Fylkir fær ÍBV í heimsókn á Fylkisvöllinn.
Fylkir fær ÍBV í heimsókn á Fylkisvöllinn. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Anna Björg Björnsdóttir skoraði bæði mörk Fylkis sem vann ÍBV 2:0 í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Liðin áttust við á Fylkisvelli og eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik skoraði Anna Björg fyrsta markið á 56. mínútu. Hún innsiglaði svo sigurinn með öðru marki þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is

Fylkir - ÍBV 2:0 Leik lokið
(Anna Björg Björnsdóttir 56., 90. - )

90. MARK! 2:0 Anna Björg Björnsdóttir skorar sitt annað mark í leiknum og jafnframt annað mark Fylkis. Þá er þetta líklega komið hjá Fylki.

70. ÍBV byrjaði fyrri hálfleikinn betur en eftir mark Fylkis hafa heimstúlkur verið sterkari og frekar ógnað marki ÍBV. Skyndisóknir gestanna eru þó alltaf hættulegar en svo virðist sem bikarleikurinn gegn Aftureldingu sitji eitthvað í þeim þar sem þær spiluðu í 120 mínútur auk vítaspyrnukeppni.

56. MARK 1:0 - Heimastúlkur hafa brotið ísinn en þar var að verki Anna Björg Björnsdóttir. Hún fékk þá góða stungusendingu innfyrir vörn ÍBV og nýtti færið vel.

45. Það er kominn hálfleikur á Fylkisvelli og er staðan enn markalaus. Anna Björg Björnsdóttir og Heiða Dröfn Antonsdóttir áttu hinsvegar tvö fín færi í síðari hluta hálfleiksins en ekki fór boltinn í netið.

20. Jafnræði er með liðinum þessar fyrstu 20 mínúturnar. Hvorugt liðið hefur náð að skapa sér hættuleg færi og baráttan fer fram á miðju vallarins.

15. Það er enn markalaust í góða veðrinu í Árbænum.

1. Leikurinn er hafinn í Árbænum.

17.15 Leikskýrslan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert