Keflavík sigraði Fram, 1:0, í 9. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í kvöld.
Keflvíkingar eru komnir með 11 stig og geta farið uppfyrir Stjörnuna og í 7. sætið, ef Stjarnan tapar leiknum við Fylki sem nú stendur yfir. Sigurinn var langþráður fyrir Keflvíkinga sem höfðu tapað fjórum deildaleikjum í röð.
Fram tapaði hinsvegar í sjöunda sinn í níu leikjum og er enn á sigurs á botni deildarinnar.
Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið á 53. mínútu.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Adam Larsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Viktor Smári Hafsteinsson, Einar Orri Einarsson, Arnór Ingvi Traustason, Bojan Stefán Ljubicic, Andri Steinn Birgisson, Hilmar Geir Eiðsson, Guðmundur Steinarsson.
Varamenn: Goran Jovanovski, Jóhann B. Guðmundsson, Magnús S. Þorsteinsson, Árni Freyr Ásgeirsson (m), Magnús Þór Magnússon, Sigurbergur Elísson, Frans Elvarsson.
Lið Fram: Ögmundur Kristinsson - Daði Guðmundsson, Alan Lowing, Hlynur Atli Magnússon, Samuel Tillen, Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór H. Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Almarr Ormarsson, Arnar Gunnlaugsson, Andri Júlíusson.
Varamenn: Hjálmar Þórarinsson, Orri Gunnarsson, Guðmundur Magnússon, Tómas Leifsson, Jón Orri Ólafsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Denis Cardaklija (m).