Óþarfi að hræðast ÍBV

Andri Ólafsson skoraði eina markið í fyrri leik ÍBV og …
Andri Ólafsson skoraði eina markið í fyrri leik ÍBV og St Patrick's Athletic. mbl.is/Ómar

Danny North framherji írska liðsins St Patrick's Athletic var nokkuð kokhraustur þegar hann ræddi við blaðamenn í aðdraganda seinni leiksins við ÍBV í Evrópudeildinni í knattspyrnu sem fer fram á morgun í Dublin kl. 19:45 að íslenskum tíma.

ÍBV vann fyrri leikinn að Hlíðarenda 1:0 og því þurfa Írarnir að vinna með tveimur mörkum til að komast áfram, eða þá að komast í 1:0 í venjulegum leiktíma og treysta á sigur í framlengingu eða vítaspyrnukeppni.

„Við þurfum ekki að hræðast þá. Þeir unnu fyrri leikinn á vítaspyrnu sem var í raun kjánalegt,“ sagði North við írska fjölmiðla. Hann segir styrk Eyjaliðsins felast í góðu spili fram völlinn.

„Þeir eru með þrjá leikmenn á miðjunni og eru alltaf á hreyfingu í leit að boltanum. Þeir eru góðir sóknarlega og sýndu að þegar þeir ná upp spili er erfitt að ná boltanum af þeim,“ sagði North sem hlakkar til að spila Evrópuleik á Richmond Park en írska liðið hefur oft náð ágætis árangri í Evrópukeppnum.

„Ég hef séð klippur á Youtube og heyrt talað um það hve góð Evrópukvöldin eru hérna. Ég get varla beðið. Vonandi náum við góðum úrslitum. Við eigum góða möguleika og fólkið styður við bakið á okkur,“ sagði North.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka