Stjarnan flengdi Fylki á endasprettinum

Tryggvi Bjarnason úr Stjörnunni og Andrés Már Jóhannesson úr Fylki.
Tryggvi Bjarnason úr Stjörnunni og Andrés Már Jóhannesson úr Fylki. mbl.is/Jakob Fannar

Lengi leit út fyrir að Garðbæingar fengju ekkert fyrir að halda boltanum alveg frá Fylkismönnum er liðin mættust í Garðabænum í kvöld en svo brast stíflan og Stjarnan vann 4:1.  Þar af gerði Tryggvi Bjarnason tvö, það fyrra nýkominn inná.

Fyrir hlé var Stjarnan mest með boltann en liðin fengu þó bæði færi og úr einu slíku skoraði Andrés Már Jóhannesson á 17. mínútu.  Eftir það átti Halldór Orri Björnsson þrumuskot í stöng Fylkis en hinu meginn skallaði Þórir Hannesson í slánna hjá Stjörnunni.
Svipað var upp á teningnum eftir hlé nema hvað Tryggvi kom inná og jafnaði á 66. mínútu.  Árbæingar sóttu aðeins í sig veðrið eftir það en þá skoraði Halldór Orri eftir góða sendingu Tryggva, Tryggvi bætti síðan við glæsilegu skallamarki og Ellert Hreinsson innsiglaði sigurinn.

Fyrir vikið færist Stjarnan upp um tvö sæti, upp fyrir Breiðablik og Fylki á naumu markahlutfalli en Fylkir færið niður um tvö.

Lið Stjörnunnar: Ingvar Jónsson - Baldvin Sturluson, Nikolaj Hagelskjær, Daníel Laxdal, Hörður Árnason, Jóhann Laxdal, Þorvaldur Árnason, Jesper Jensen, Halldór Orri Björnsson, Ellert Hreinsson, Garðar Jóhannsson.
Varamenn: Sindri Már Sigurþórsson, Tryggvi Bjarnason, Björn Pálsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Magnús Karl Pétursson (m), Hafsteinn Rúnar Helgason, Víðir Þorvarðarson.

Lið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Andri Þór Jónsson, Þórir Hannesson, Valur Fannar Gíslason, Kjartan Breiðdal, Gylfi Einarsson, Baldur Bett, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Andrés Már Jóhannesson, Albert B. Ingason, Ingimundur Níels Óskarsson.
Varamenn: Bjarni Þ. Halldórsson (m), Kristján Valdimarsson, Davíð Þór Ásbjörnsson, Jóhann Þórhallsson, Daníel Freyr Guðmundsson, Trausti Björn Ríkharðsson, Hjörtur Hermannsson.

Stjarnan 4:1 Fylkir opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert