Norsku meistararnir Rosenborg mættu Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Lerkendal í Þrándheimi kl. 18.45. Rosenborg sigraði 5:0 og var 1:0 yfir að loknum fyrri hálfleik. Þetta var fyrri viðureign liðanna. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Arnór S. Aðalsteinsson, Finnur Orri Margeirsson, Kári Ársælsson, Kristján Jónsson - Guðmundur Kristjánsson, Jökull I. Elísabetarson, Rafn Andri Haraldsson - Tómas Óli Garðarsson, Dylan Macallister, Kristinn Steindórsson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Viktor Unnar Illugason, Olgeir Sigurgeirsson, Sverrir Ingason, Arnar Már Björgvinsson, Andri Rafn Yeoman.
Lið Rosenborg: Daniel Örlund, Mikael Lustig, Mikael Dorsin, Jim Larsen, Fredrik Winsnes, Morten Moldskred, Per Ciljan Skjelbred, Simen Wangberg, Markus Henriksen, Jonas Svensson, Rade Prica.
Varamenn: Erik Bråthen, Trond Olsen, Alejandro Lago, Mushaga Bakenga, Fredrik Midtsjö.