Þjálfari Zilina: Vitum allt um KR

KR-ingar mæta sterkum andstæðingi í kvöld.
KR-ingar mæta sterkum andstæðingi í kvöld. mbl.is

Pavel Hapal knattspyrnustjóri slóvakíska félagsins Zilina býst við ansi erfiðum leik á KR-velli í kvöld kl. 19:15 í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.

Hapal segir að Oto Brunegraf, aðstoðarmaður sinn, hafi verið sendur til Íslands að skoða KR-liðið.

„Við vitum allt um þá. Okkar bíður afar erfiður andstæðingur, og líklega erfiðari en Birkirkara á Möltu í fyrra. Leikstíll liðsins er blanda af dönskum, norskum og enskum stíl. Liðið hefur enn ekki tapað leik í sumar í níu leikjum og gert aðeins tvö jafntefli,“ sagði Hapal greinilega vel meðvitaður um stöðu KR á toppi Pepsideildarinnar.

Zilina komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og ljóst að það verður við ramman reip að draga fyrir KR-inga í kvöld. Liðið sló meðal annars út fyrrnefnt lið Birkirkara og Sparta Prag á leið sinni í riðlakeppnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert