Grindvíkingar unnu ÍBV 2:0 einum fleiri

Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV í leik gegn Grindavík.
Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV í leik gegn Grindavík. mbl.is/Víkurfréttir

Grindvíkingar lögðu Eyjamenn 2:0 suður með sjó í dag, einum fleiri í tæpa klukkustund, í Pepsi-deild karla í fótbolta.

Albert Sævarsson markvörður ÍBV var rekinn af velli á 34. mínútu fyrir brot á Magnúsi Björgvinssyni og Jamie McCunnie skoraði af öryggi úr vítinu.   Scott Ramsay skoraði síðan glæsilegt mark með góðu skoti, ekta Scotty.

Engu að síður voru Eyjamenn beittari megnið af leiknum og þó Grindvíkingar  hafi tæplega átt skilið að sigra skiptir það litlu máli skilið, mikilvæg stig í baráttunni  í neðri hluta deildarinnar eru komin í hús hjá þeim og Eyjamenn verða að herða róðurinn til að komast aftur í baráttuna á toppnum.

Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson, Jamie McCunnie, Paul McShane, Bogi Rafn Einarsson, Jóhann Helgason, Matthías Örn Friðriksson, Orri Freyr Hjaltalín, Ólafur Örn Bjarnason, Magnús Björgvinsson, Óli Baldur Bjarnason, Robert Winters.
Varamenn: Jack Giddens, Ray Anthony Jónsson, Michal Pospisil, Páll Guðmundsson, Scott Ramsay, Guðmundur Andri Bjarnason, Yacine Si Salem.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs.
Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik.

Grindavík 2:0 ÍBV opna loka
90. mín. Jóhann Helgason (Grindavík) á skot framhjá Fast en yfir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert