Hughes farinn heim til Englands

Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV og Bryan Hughes á Hásteinsvelli.
Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV og Bryan Hughes á Hásteinsvelli. mbl.is/Júlíus

Enski miðvallarleikmaðurinn Bryan Hughes leikur ekki fleiri leiki með Eyjamönnum í Pepsideildinni í sumar og er farinn heim til Englands.

Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta í dag. Hughes lék fimm leiki fyrir ÍBV í deildinni og tvo bikarleiki.

Hughes er 34 ára gamall og spilaði með Charlton frá 2004 til 2007 og svo með Hull  frá 2007 til 2010. Í  vetur spilaði hann með Burton í 3. deild á Englandi og Grimsby í úrvalsdeild utandeildanna. Hann á að baki 128 leiki og 10 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Hann var samherji Hermanns Hreiðarssonar Eyjamanns hjá Charlton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert