Guðmundur Reynir bestur í fyrri hluta

KR-ingurinn, Guðmundur Reynir Gunnarsson, í baráttu við tvo leikmenn Þórs …
KR-ingurinn, Guðmundur Reynir Gunnarsson, í baráttu við tvo leikmenn Þórs í sumar. Ómar Óskarsson

Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, var valinn besti leikmaður fyrri hluta úrvalsdeildar karla, Pepsi-deildarinnar, en val á besta leikmanni fyrri hlutans og á úrvalsliði deildarinnar fyrir sama tíma var kynnt fyrir stundu á blaðamannafundi. Lesa má viðtal við Guðmund Reyni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kemur út á morgun.

Efsta lið Pepsi-deildarinnar, KR, á fimm leikmenn í ellefu manna úrvalsliði fyrri hluta deildarinnar auk þess sem stuðningsmenn félagsins fá sérstaka viðurkenningu. Einnig var Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, valinn besti þjálfarinn.

Úrvalsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson, KR.

Varnarmenn: Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV, Guðmundur Reynir Gunnarsson, KR, Magnús Már Lúðvíksson, KR, Jónas Tór Næs, Val.

Miðvallarleikmenn: Bjarni Guðjónsson, KR, Haukur Páll Snorrason, Val, Guðjón Pétur Lýðsson, Val.

Sóknarmenn: Óskar Örn Hauksson, KR, Tryggvi Guðmundsson, ÍBV, Kristinn Steindórsson, Breiðabliki.

Besti dómari fyrri hluta Pepsi-deildar var valinn Erlendur Eiríksson og var hann eini dómarinn sem fékk atkvæði frá valnefndinni sem saman stóð af sex aðilum.

Tekið var fram á fundinum að Mjölnismenn, stuðningsmenn Þórsara hefðu verið jafnir stuðningsmönnum KR að stigum. Aganefnd KSÍ hefur hinsvegar þurft að taka á broti stuðningsmanna Þórs fyrr í sumar þegar flösku var kastað í leikmann Vals. Það voru því stuðningsmennirnir í Vesturbænum sem hlutu útnefninguna á grundvelli háttvísi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert