Enn syrtir í álinn hjá Fram

Framarinn Halldór Hermann Jónsson og Gunnar Már Guðmundsson, sem gerði …
Framarinn Halldór Hermann Jónsson og Gunnar Már Guðmundsson, sem gerði mark Þórs, berjast um boltann í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Enn syrtir í álinn hjá Fram í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, eftir að liðið beið lægri hlut fyrir Þór, 3:0, á Þórsvelli á Akureyri í kvöld. Þórsarar eru hinsvegar komnir upp í 8. sætið eftir þrjá sigurleiki í röð og eru nú níu stigum fyrir ofan fallsæti.

Gunnar Már Guðmundsson kom Þór yfir strax á 5. mínútu en í síðari hálfleik bætti Sigurður M. Kristjánsson við öðru marki Þórs á tólf mínútum fyrir leikslok. Jóhann Helgi Hannesson innsiglaði sigur Þórsara á síðustu mínútu með þriðja marki liðsins.

Fram situr áfram á botni deildarinnar með sex stig að loknum 13 leikjum. Þórsarar eru hinsvegar með tíu stigum meira.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Byrjunarlið Þórs: Srdjan Rajkovic, Gísli Páll Helgason, Gunnar Már Guðmundsson, Ármann Pétur Ævarsson, Atli Sigurjónsson, Þorsteinn Ingason, Sveinn Elías Jónsson, Ingi Freyr Hilmarsson, Janez Vrenko, Davic Disztl, Clark Keltie.

Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson, Kristján Hauksson, Halldór Hermann Jónsson, Samuel Lee Tillen, Almarr Ormarsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Hlynur Atli Magnússon, Samuel Hewson, Steven Lennon, Hólmbert Aron Friðjónsson, Alan Lowing.

Þór 3:0 Fram opna loka
90. mín. Leik lokið Flottur sigur Þórs staðreynd. Safamýrarpiltar virðast hins vegar varla vilja vera í þessari deild miðað við spilamennskuna í þessum leik.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert