Félagaskipti í íslenska fótboltanum

Andrés Már Jóhannesson er farinn frá Fylki til Haugesund í …
Andrés Már Jóhannesson er farinn frá Fylki til Haugesund í Noregi. mbl.is/Eggert

Föstu­dag­inn 15. júlí, var opnað fyr­ir fé­laga­skipti í fót­bolt­an­um hér á landi og hægt var að skipta um fé­lag til mánaðamóta en lokað var fyr­ir skipt­in á miðnætti á sunnu­dags­kvöld. Fylgst hef­ur verið með breyt­ing­um á liðunum hér á mbl.is.

* Andrés Már Jó­hann­es­son hef­ur fengið fé­laga­skipti frá Fylki í Haugesund í Nor­egi og get­ur því byrjað að spila með norska liðinu í vik­unni.
* Kjart­an Dige Bald­urs­son var lánaður frá Vík­ingi R. til 1. deild­arliðs Gróttu rétt áður en lokað var fyr­ir fé­laga­skipt­in.
* Marie Perez Fern­and­ez, spænsk knatt­spyrnus­kona, er kom­in til liðs við Þór/​KA og fékk leik­heim­ild áður en lokað var fyr­ir fé­laga­skipt­in. Hún er 24 ára fram­herji, kem­ur frá Levan­te og hef­ur leikið með U19 ára landsliði Spán­ar.

Helstu skipti um helg­ina:
* Col­in Mars­hall,
skoski leikmaður­inn sem hef­ur spilað með BÍ/​Bol­ung­ar­vík í sum­ar, hef­ur samið við úr­vals­deild­arlið Vík­ings í í Reykja­vík um að spila með því út tíma­bilið.
* Ingólf­ur Þór­ar­ins­son hef­ur gengið frá fé­laga­skipt­um úr Vík­ingi R. yfir í sitt gamla fé­lag, Sel­foss.
* Brynj­ar Krist­munds­son, bakvörður úr Vík­ingi í Ólafs­vík, hef­ur verið lánaður til Vals­manna út þetta tíma­bil. Brynj­ar er 19 ára gam­all en hef­ur leikið með meist­ara­flokki Ólafs­vík­inga í hálft fimmta ár og á að baki tvo leiki með U17 ára landsliðinu. Brynj­ar skoraði mark Óls­ara fyrr í sum­ar þegar þeir töpuðu 2:1 fyr­ir Val í fram­lengd­um leik í bik­ar­keppn­inni.

Helstu skipti síðustu daga:
* Fimm leik­menn sem koma frá Banda­ríkj­un­um hafa fengið leik­heim­ild með liðum í Pepsi-deild kvenna en það eru KR, Þrótt­ur R. og Þór/​KA sem hafa styrkt sig með þeim. Þrótt­ur fær Al­ex­is Hern­and­ez og Sarah Glass, KR fær Keli Mc­laug­hlin og Rosie Malone-Povolny og Þór/​KA fær Dia­ne Caldwell, sem er írsk landsliðskona en hef­ur spilað í Banda­ríkj­un­um und­an­far­in ár.
* Pét­ur Georg Mark­an er kom­inn til BÍ/​Bol­ung­ar­vík­ur í láni frá Vík­ingi R. Pét­ur, sem er þrítug­ur, hóf meist­ara­flokks­fer­il­inn á Ísaf­irði á sín­um tíma. Hann lék sjö leiki með Vík­ing­um í úr­vals­deild­inni fram­an af sumri og skoraði eitt mark.
* Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son markvörður er kom­inn til Þrótt­ar R. í 1. deild­inni en hann lék síðast með Fylki 2009. Trausti Sig­ur­björns­son aðal­markvörður Þrótt­ar er meidd­ur og verður lík­lega frá út tíma­bilið. Án hans hafa Þrótt­ar­ar nú fengið á sig 11 mörk í síðustu tveim­ur leikj­um. Ólaf­ur er 34 ára og hef­ur spilað 113 leiki í efstu deild.
* Björn Páls­son miðjumaður úr Stjörn­unni hef­ur verið lánaður til 1. deild­arliðs Vík­ings í Ólafs­vík. Björn lék fimm fyrstu leiki Garðbæ­inga í úr­vals­deild­inni í vor en hef­ur setið á vara­manna­bekkn­um síðan. Hann hef­ur leikið 40 leiki með Stjörn­unni í efstu deild und­an­far­in þrjú ár.
* Nicholas Efst­athi­ou kom líka til Vík­ings Ó. í láni, frá BÍ/​Bol­ung­ar­vík, en hann hafði ekki spilað leik fyr­ir Vest­fjarðaliðið eft­ir að hann kom þangað frá Suður-Afr­íku fyrr í júlí.
* Sam Hew­son, sem var röðum Manchester United frá 10 ára aldri og til árs­ins 2010, er kom­inn með leik­heim­ild með Fram. Hew­son er 22 ára miðjumaður og lék aldrei með aðalliði United en var lánaður til Hereford og Bury. Hann lék með ut­an­d­eildaliðinu Altr­incham síðasta vet­ur.
* Derek Young, skosk­ur miðjumaður sem hef­ur leikið með Aber­deen und­an­far­in fjög­ur ár, er kom­inn með leik­heim­ild með Grinda­vík. Young er 31 árs og hef­ur einnig leikið með Partick Thistle, St. Johnst­one og Dun­fermline en var áður í röðum Aber­deen í sjö ár. 
* Stein­ar Tend­en, norsk­ur sókn­ar­maður sem lék með KA árið 2003, er kom­inn aft­ur til Ak­ur­eyr­ar­fé­lags­ins. Hann er 33 ára gam­all og varð fjórði marka­hæsti leikmaður úr­vals­deild­ar­inn­ar 2003 sem leikmaður KA, skoraði þá 9 mörk í 18 leikj­um.
* Peter Klancar, 25 ára Slóveni, er kom­inn með leik­heim­ild með 1. deild­arliði Sel­fyss­inga. Hann er varn­ar- eða miðjumaður og lék síðast með In­ter­block Lju­blj­ana í næ­stefstu deild í Slóven­íu en hef­ur m.a. spilað með Jön­k­öp­ing í Svíþjóð.
* Hauk­ur Ingi Guðna­son, sem lék síðast með Kefl­vík­ing­um á síðasta tíma­bili, hef­ur gengið frá fé­laga­skipt­um yfir í Grinda­vík. Hauk­ur Ingi, sem er 33 ára fram­herji, hef­ur ekk­ert spilað í ár.
* Ísak Örn Þórðar­son, sókn­ar­maður úr Hauk­um, er kom­inn til liðs við Kefla­vík. Ísak lék með Njarðvík­ing­um, fór til Kefla­vík­ur í vet­ur og var lánaður til Hauk­anna í vor.
* Olga Krist­ina Han­sen, 21 árs landsliðskona frá Fær­eyj­um, er kom­in til liðs við KR. Olga lék með Álfta­nesi í 1. deild­inni fram­an af sumri en áður með fær­eyska liðinu AB.
* Davíð Þór Rún­ars­son hef­ur tekið fram skóna á ný og er geng­inn til liðs við Fjölni. Davíð, sem er 33 ára fram­herji, lék með  Fjölni í úr­vals­deild­inni 2008, og áður í bæði 1. og 2. deild, og með Vík­ingi og Þrótti í úr­vals­deild­inni 2006 og 2009. Síðast spilaði Davíð með Sindra síðasta sum­ar. Hann hef­ur skorað 86 mörk í deilda­keppn­inni á ferl­in­um, þar af 7 í úr­vals­deild­inni.
* Hólm­fríður Magnús­dótt­ir, landsliðskona, sem kom til liðs við Val frá Phila­delp­hia In­dependence, er kom­in með leik­heim­ild með Hlíðar­endaliðinu.
* Mel­issa Cary, miðjumaður með banda­rískt og ít­alskt rík­is­fang, er kom­in til liðs við ÍBV og er orðin lög­leg með Eyjaliðinu. Cary kem­ur frá Indi­ana í Banda­ríkj­un­um en lék áður með Bar­dol­ino á Ítal­íu.
* Bri­an Gilmour, 24 ára gam­all skosk­ur miðjumaður, er kom­inn með leik­heim­ild með KA. Hann spilaði síðast með Sten­hou­sem­u­ir en áður með Lincoln í ensku 3. deild­inni og Haka í finnsku A-deild­inni. Þar áður skosku 1. deild­arliðunum Qu­een of the South og Clyde en Gilmour var áður í her­búðum Ran­gers og lék með yngri landsliðum Skota.
* Farid Abdel Zato-Arouna, 19 ára miðjumaður frá Tógó sem hef­ur verið í röðum FH í sum­ar, er geng­inn til liðs við HK og er lög­leg­ur með Kópa­vogsliðinu þegar það mæt­ir KA.
* Þórður Stein­ar Hreiðars­son, fyrr­um miðvörður Þrótt­ar R., er kom­inn til Breiðabliks. Hann lék með HB í Fær­eyj­um á síðasta ári og fyrstu vik­urn­ar á þessu tíma­bili. Þórður er 25 ára og hef­ur leikið 31 leik í efstu deild hér á landi, 30 með Þrótti og einn með Val.
* Elías Fann­ar Stefn­is­son, markvörður úr ÍBV, er kom­inn til liðs við Grinda­vík. Elías, sem er 21 árs, hef­ur spilað 9 leiki með Eyja­mönn­um í úr­vals­deild­inni en í sum­ar hef­ur hann spilað með Eyjaliðinu KFS í 3. deild.
* Alieu Jagne, sænsk­ur sókn­ar­maður, er kom­inn til Hauka frá Sundsvall. Jagne er 27 ára, hef­ur leikið 5 leiki með Sundsvall í 1. deild­inni í ár og sam­tals 52 leiki í deild­inni und­an­far­in fjög­ur ár með Sundsvall og Väs­by og skorað 9 mörk. Nán­ari upp­lýs­ing­ar.
* Clark Keltie, enski varn­ar­maður­inn sem Þórsar­ar sömdu við, er kom­inn með leik­heim­ild með Ak­ur­eyr­arliðinu.
* Aaron Spe­ar, 18 ára ensk­ur fram­herji sem hef­ur verið á mála hjá Newcastle und­an­far­in þrjú ár, er kom­inn með leik­heim­ild með ÍBV. Heim­ir Hall­gríms­son þjálf­ari ÍBV sagði við mbl.is að Spe­ar myndi vænt­an­lega spila með 2. flokki til að byrja með.
* Arna Ómars­dótt­ir úr Breiðabliki hef­ur verið lánuð til KR. Arna hef­ur leikið níu af tíu leikj­um Blika í Pepsi-deild­inni í sum­ar og skorað eitt mark.
* Ahkeelea Mollon, landsliðskona frá Tríni­dad og Tóbagó, hef­ur verið lánuð frá Stjörn­unni til Aft­ur­eld­ing­ar, sem þar með hef­ur fengið fimm nýja leik­menn í vik­unni. Mollon hef­ur spilað sjö leiki með Stjörn­unni í sum­ar, þrjá þeirra í byrj­un­arliði, og skorað eitt mark.
* Daní­el Freyr Guðmunds­son, miðvörður úr Fylki, hef­ur verið lánaður í 2. deild­arlið Fjarðabyggðar, en hann var þar líka í láni tíma­bil­in 2009 og 2010. Daní­el hef­ur leikið einn leik með Fylki í úr­vals­deild­inni í sum­ar.
* Þórir Guðjóns­son, sókn­ar- eða kant­maður úr Val, hef­ur verið lánaður til 1. deild­arliðs Leikn­is R. Þórir, sem er tví­tug­ur, spilaði 12 leiki með Val í úr­vals­deild­inni í fyrra en hef­ur aðeins komið við sögu í þrem­ur leikj­um í ár.
* Carla Lee, 21 árs Eng­lend­ing­ur, er fjórði leikmaður­inn sem kvennalið Aft­ur­eld­ing­ar fær til liðs við sig í þess­ari viku.
* Stefán Eggerts­son, sem HK fékk að láni frá Val, er kom­inn með leik­heim­ild með Kópa­vogsliðinu.
* Ásgeir Örn Arnþórs­son, sem hef­ur spilað 21 leik með Fylki í efstu deild, er kom­inn aft­ur í Árbæj­arliðið eft­ir að hafa spilað með Aft­ur­eld­ingu fyrri hluta tíma­bils­ins.
* Ivar Skjer­ve, norski varn­ar­maður­inn sem Sel­fyss­ing­ar fengu frá Rosen­borg, er kom­inn með leik­heim­ild frá og með morg­un­deg­in­um.
* Íris Dóra Snorra­dótt­ir er kom­in til Aft­ur­eld­ing­ar í láni frá Fylki. Hún er þriðji nýi leikmaður­inn hjá Aft­ur­eld­ingu sem fékk Önnu Garðars­dótt­ur frá Val og Heklu Pálma­dótt­ur frá Breiðabliki.
* Harpa Þor­steins­dótt­ir er kom­in aft­ur í Stjörn­una eft­ir að hafa leikið með Breiðabliki síðustu árin. Harpa lék þó ekk­ert fyrri hluta tíma­bils­ins í ár því hún hef­ur verið í barneigna­fríi.
* Hólm­bert Aron Friðjóns­son, 18 ára sókn­ar­maður úr HK, er kom­inn til liðs við Fram.

Eft­ir­tal­in fé­laga­skipti eru staðfest hjá liðum í efstu deild­un­um:

PEPSI-DEILD KARLA:

ÍBV:
Aaron Spe­ar frá Newcastle (Englandi)
Kjart­an Guðjóns­son frá KFS
Ant­on Bjarna­son í KFS (lán)
Jor­d­an Connert­on í Crewe (Englandi)

Val­ur:
Brynj­ar Krist­munds­son frá Vík­ing Ó. (lán)
Ed­vard B. Ótt­hars­son í Tinda­stól/​Hvöt (lán)
Stefán Eggerts­son í HK (lán)
Þórir Guðjóns­son í Leikni R. (lán)
Fitim Mor­ina í Njarðvík (lán)

Stjarn­an:
Magnús Blön­dal frá KA (lán)
Björn Páls­son í Vík­ing Ó. (lán)

FH:
Farid Abdel Zato-Arouna í HK

Kefla­vík:
Ísak Örn Þórðar­son frá  Hauk­um
Hauk­ur Ingi Guðna­son í Grinda­vík

Breiðablik:
Þórður Stein­ar Hreiðars­son frá HB (Fær­eyj­um)
Elf­ar Freyr Helga­son í AEK (Grikklandi)
Sverr­ir Ingi Inga­son í Augna­blik (lán)

Fylk­ir
Ásgeir Örn Arnþórs­son frá Aft­ur­eld­ingu
Þor­lák­ur Helgi Hilm­ars­son frá Ber­serkj­um
Daní­el Freyr Guðmunds­son í Fjarðabyggð (lán)
Andrés Már Jó­hann­es­son í Haugesund (Nor­egi)

Grinda­vík:
Elías Fann­ar Stefn­is­son frá KFS
Hauk­ur Ingi Guðna­son frá Kefla­vík
Derek Young frá Aber­deen
Ein­ar Helgi Helga­son í Njarðvík (lán)

Þór:
Ragn­ar Hauks­son frá KF
Clark Keltie frá Lincoln City (Englandi)
Kristján Siguróla­son í Dal­vík/​Reyni (lán)

Vík­ing­ur R.:
Magnús Páll Gunn­ars­son frá Holzwickede (Þýskalandi)
Gunn­ar Ein­ars­son frá Leikni R.
Davíð Örn Atla­son frá KA
Col­in Mars­hall frá BÍ/​Bol­ung­ar­vík
Pét­ur Georg Mark­an í BÍ/​Bol­ung­ar­vík (lán)
Ingólf­ur Þór­ar­ins­son í Sel­foss
Kjart­an Dige Bald­urs­son í Gróttu (lán)

Fram:
Steven Lennon frá Newport (Wales)
Hólm­bert Aron Friðjóns­son frá HK
Sam Hew­son frá Altr­incham (Englandi)
Guðmund­ur Magnús­son í Vík­ing Ó.
Jón Guðni Fjólu­son í Beerschot (Belg­íu)

1. DEILD KARLA:

Sel­foss:
Ivar Skjer­ve frá Rosen­borg (Nor­egi)
Peter Klancar frá In­ter­block Lju­blj­ana (Slóven­íu)
Ingólf­ur Þór­ar­ins­son frá Vík­ingi R.

Hauk­ar:
Alieu Jagne frá Sundsvall (Svíþjóð)
Þór Stein­ar Ólafs í Augna­blik
Ísak Örn Þórðar­son í Kefla­vík
Enok Eiðsson í ÍH (lán)

Fjöln­ir:
Stein­ar Örn Gunn­ars­son frá Aft­ur­eld­ingu
Marteinn Örn Hall­dórs­son frá Birn­in­um
Davíð Þór Rún­ars­son frá Sindra
Eg­ill Gaut­ur Stein­gríms­son í Aft­ur­eld­ingu (lán)

Vík­ing­ur Ó.:
Björn Páls­son frá Stjörn­unni (lán)
Guðmund­ur Magnús­son frá Fram (lán)
Nicholas Ant­hony Efst­athi­ou frá BÍ/​Bol­ung­ar­vík (lán)
Ragn­ar Mar Sigrún­ar­son í Grund­ar­fjörð (lán)
Brynj­ar Krist­munds­son í Val (lán)

BÍ/​Bol­ung­ar­vík:
Pét­ur Georg Mark­an frá Vík­ingi R. (lán)
Nicholas Ant­hony Efst­athi­ou frá Ajax Cape Town (Suður-Afr­íku)
  - lánaður til Vík­ings Ó.
Jón­mund­ur Grét­ars­son í Gróttu
Col­in Mars­hall í Vík­ing R.

Þrótt­ur R.:
Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son frá Fylki (lék síðast 2009)

Grótta:
Jón­mund­ur Grét­ars­son frá BÍ/​Bol­ung­ar­vík
Kjart­an Dige Bald­urs­son frá Vík­ingi R. (lán)
Stur­laug­ur Har­alds­son í Ham­ar

ÍR:
Davíð Már Stef­áns­son frá Létti
Hrann­ar Karls­son í Létti
Rann­ver Sig­ur­jóns­son í Augna­blik
Guðni Páll Kristjáns­son í Víði

KA:
Elm­ar Dan Sigþórs­son frá För­de (Nor­egi)
Bri­an Gilmour frá Sten­hou­sem­u­ir (Skotlandi)
Stein­ar Tend­en frá Nor­egi
Ívar Guðlaug­ur Ívars­son í Magna (lán)
Davíð Örn Atla­son í Vík­ing R.
Magnús Blön­dal í Stjörn­una (lán)

HK:
Damir Mum­in­ovic frá Ými
Stefán Eggerts­son frá Val (lán)
Farid Abdel Zato-Arouna frá FH
Frosti Bjarna­son frá Ými
Vig­fús Geir Júlí­us­son frá Hamri
Jó­hann Andri Kristjáns­son frá Fylki (lán)
Hólm­bert Aron Friðjóns­son í Fram

Leikn­ir R.:
Þórir Guðjóns­son frá Val (lán)
Gunn­ar Ein­ars­son í Vík­ing R.

PEPSI-DEILD KVENNA:

Stjarn­an:
Harpa Þor­steins­dótt­ir frá Breiðabliki
Edda María Birg­is­dótt­ir frá ÍBV
Ahkeelea Mollon í Aft­ur­eld­ingu

Val­ur:
Þor­gerður Elva Magnús­dótt­ir frá Fram
Hólm­fríður Magnús­dótt­ir frá Phila­delp­hia (Banda­ríkj­un­um)
Anna Garðars­dótt­ir í Aft­ur­eld­ingu
Guðlaug Rut Þórs­dótt­ir í Þrótt R. (lán)

Þór/​KA:
Dia­ne Caldwell frá Banda­ríkj­un­um
Marie Perez Fern­and­ez frá Levan­te (Spáni)

ÍBV:
Mel­issa Cary frá Indi­ana (Banda­ríkj­un­um)
Edda María Birg­is­dótt­ir í Stjörn­una

Fylk­ir:
Eyrún Rakel Agn­arss­dótt­ir frá Þrótti R.
Íris Dóra Snorra­dótt­ir í Aft­ur­eld­ingu (lán)

Breiðablik:
Harpa Þor­steins­dótt­ir í Stjörn­una
Hekla Pálma­dótt­ir í Aft­ur­eld­ingu (lán)
Arna Ómars­dótt­ir í KR (lán)

Aft­ur­eld­ing:
Anna Garðars­dótt­ir frá Val
Hekla Pálma­dótt­ir frá Breiðabliki (lán)
Íris Dóra Snorra­dótt­ir frá Fylki (lán)
Carla Lee frá Englandi
Ahkeelea Mollon frá Stjörn­unni (lán)

KR:
Arna Ómars­dótt­ir frá Breiðabliki (lán)
Olga Krist­ina Han­sen frá Álfta­nesi (lán)
Petra Lind Sig­urðardótt­ir frá Fjarðabyggð/​Leikni (lán)
Keli Mc­laug­hlin frá Banda­ríkj­un­um
Rosie Malone-Povolny frá Banda­ríkj­un­um

Þrótt­ur R.:
Guðlaug Rut Þórs­dótt­ir frá Val (lán)
Al­ex­is Hern­and­ez frá Banda­ríkj­un­um
Sarah Glass frá Banda­ríkj­un­um
Eyrún Rakel Agn­ars­dótt­ir í Fylki

Grinda­vík:
Helga Dagný Bjarna­dótt­ir frá ÍR

Brynjar Kristmundsson í leik með Víkingi Ó. Hann er kominn …
Brynj­ar Krist­munds­son í leik með Vík­ingi Ó. Hann er kom­inn í Val. mbl.is/Ó​mar
Pétur Georg Markan er kominn til BÍ/Bolungarvíkur.
Pét­ur Georg Mark­an er kom­inn til BÍ/​Bol­ung­ar­vík­ur. mbl.is/Ó​mar
Haukur Ingi Guðnason er kominn til Grindavíkur.
Hauk­ur Ingi Guðna­son er kom­inn til Grinda­vík­ur. mbl.is/​Golli
Davíð Þór Rúnarsson, til hægri, í leik með Fjölni.
Davíð Þór Rún­ars­son, til hægri, í leik með Fjölni. mbl.is/Ó​mar
Melissa Cary er nýr liðsmaður kvennaliðs ÍBV.
Mel­issa Cary er nýr liðsmaður kvennaliðs ÍBV. www.ibv­sport.is
Þórður Steinar Hreiðarsson, til vinstrik í leik með Þrótti gegn …
Þórður Stein­ar Hreiðars­son, til vinstrik í leik með Þrótti gegn KR. Eggert Jó­hann­es­son
Elías Fannar Stefnisson, til hægri, er kominn í Grindavík.
Elías Fann­ar Stefn­is­son, til hægri, er kom­inn í Grinda­vík. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Ahkeelea Mollon í leik með Stjörnunni gegn ÍBV.
Ahkeelea Mollon í leik með Stjörn­unni gegn ÍBV. mbl.is/​Sig­ur­geir S.
Þórir Guðjónsson í leik með Val gegn Víkingi. Hann er …
Þórir Guðjóns­son í leik með Val gegn Vík­ingi. Hann er kom­inn í Leikni R. mbl.is/​Eggert
Ásgeir Örn Arnþórsson er kominn aftur í Fylki.
Ásgeir Örn Arnþórs­son er kom­inn aft­ur í Fylki. mbl.is/​Eggert
Harpa Þorsteinsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna á ný, …
Harpa Þor­steins­dótt­ir er geng­in til liðs við Stjörn­una á ný, frá Breiðabliki. mbl.is/​Golli
Guðmundur Magnússon, til hægri, er farinn frá Fram í Víking …
Guðmund­ur Magnús­son, til hægri, er far­inn frá Fram í Vík­ing í Ólafs­vík. mbl.is/​Golli
Magnús Páll Gunnarsson er kominn til Víkings eftir að hafa …
Magnús Páll Gunn­ars­son er kom­inn til Vík­ings eft­ir að hafa leikið í Þýskalandi. mbl.is/​Golli
Ragnar Hauksson er kominn aftur í efstu deild eftir langa …
Ragn­ar Hauks­son er kom­inn aft­ur í efstu deild eft­ir langa fjar­veru og leik­ur með Þór. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert