Fyrsta mark Ísfirðingsins unga Emils Pálssonar fyrir FH reyndist eina markið þegar bikarmeistararnir unnu Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld í 13. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
FH-ingar styrktu þar með stöðu sína í 4. sæti deildarinnar og hafa þar 22 stig. Þeir eru fimm stigum á eftir toppliði KR sem á þó tvo leiki til góða. Breiðablik er hins vegar komið niður fyrir Þór í 9. sæti deildarinnar.
Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Jökull Elísabetarson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Kristinn Jónsson - Finnur Orri Margeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Olgeir Sigurgeirsson - Rafn Andri Haraldsson, Dylan Macallister, Kristinn Steindórsson.
Varamenn: Kári Ársælsson, Viktor Unnar Illugason, Arnar Már Björgvinsson, Árni Vilhjálmsson, Sigmar Ingi Sigurðarson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.
Lið FH: Gunnleifur Gunnleifsson - Guðmundur Sævarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Björn Daníel Sverrisson - Hólmar Örn Rúnarsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Emil Pálsson - Ólafur Páll Snorrason, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Jón Ragnar Jónsson, Atli Viðar Björnsson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Viktor Örn Guðmundsson, Hannes Þ. Sigurðsson.