Valsmenn sóttu stig til Eyja

Ian Jeffs kom ÍBV yfir í dag og á hér …
Ian Jeffs kom ÍBV yfir í dag og á hér í höggi við Atla Svein Þórarinsson. mbl.is/Golli

Jón Vilhelm Ákason tryggði Valsmönnum 1:1 jafntefli við ÍBV í Pepsideildinni í knattspyrnu í dag með marki korteri fyrir leikslok. Ian Jeffs hafði komið ÍBV yfir um miðjan fyrri hálfleik eftir skelfileg mistök hjá Haraldi Björnssyni markverði Vals. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Hagur KR-inga vænkast enn við þessi úrslit en þeir eru nú stigi á undan ÍBV og eiga tvo leiki til góða, og tveimur stigum á undan Valsmönnum sem þeir eiga þrjá leiki til góða á.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson (M) - Brynjar Gauti Guðjónsson, Natt Garnes, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Guðmunudur Þórarinsson, Kelvin Mellor, Arnór Eyvar Ólafsson, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs.
Varamenn: Aabel Dhaira (M) - Finnur Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Aaron Spear, Kjartan Guðjónsson, Tonny Mawejje, Óskar Elías Zoega Óskarsson.

Byrjunarlið Vals:  Haraldur Björnsson (M) - Jónas Tór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Pól Jóhannus Justinussen, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Matthías Guðmundsson, Jón Vilhelm Ákason, Christian R. Mouritsen, Haukur Páll Sigurðsson.
Varamenn: Sindri Snær Jensson (M), Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Hörður Sveinsson, Arnar Sveinn Geirsson, Brynjar Kristmundsson, Andri Fannar Stefánsson, Ingólfur Sigurðsson.

Leikskýrslan

ÍBV 1:1 Valur opna loka
90. mín. Eyjamenn fengu aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin. Tryggvi tók spyrnuna og sendi fyrir markið en altl of hátt og Valsmenn náðu að hreinsa.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka