Jón Vilhelm Ákason tryggði Valsmönnum 1:1 jafntefli við ÍBV í Pepsideildinni í knattspyrnu í dag með marki korteri fyrir leikslok. Ian Jeffs hafði komið ÍBV yfir um miðjan fyrri hálfleik eftir skelfileg mistök hjá Haraldi Björnssyni markverði Vals. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Hagur KR-inga vænkast enn við þessi úrslit en þeir eru nú stigi á undan ÍBV og eiga tvo leiki til góða, og tveimur stigum á undan Valsmönnum sem þeir eiga þrjá leiki til góða á.
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson (M) - Brynjar Gauti Guðjónsson, Natt Garnes, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Guðmunudur Þórarinsson, Kelvin Mellor, Arnór Eyvar Ólafsson, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs.
Varamenn: Aabel Dhaira (M) - Finnur Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Aaron Spear, Kjartan Guðjónsson, Tonny Mawejje, Óskar Elías Zoega Óskarsson.
Byrjunarlið Vals: Haraldur Björnsson (M) - Jónas Tór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Pól Jóhannus Justinussen, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Matthías Guðmundsson, Jón Vilhelm Ákason, Christian R. Mouritsen, Haukur Páll Sigurðsson.
Varamenn: Sindri Snær Jensson (M), Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Hörður Sveinsson, Arnar Sveinn Geirsson, Brynjar Kristmundsson, Andri Fannar Stefánsson, Ingólfur Sigurðsson.