„Einn öflugasti bakvörður á landinu“

Jósef Kristinn Jósefsson í leik með Grindavík gegn Breiðabliki.
Jósef Kristinn Jósefsson í leik með Grindavík gegn Breiðabliki. mbl.is

„Þetta eru mikil gleðitíðindi, og sérstaklega fyrir Jósef. Hann er náttúrlega toppleikmaður,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, sem getur teflt bakverðinum snjalla Jósef Kristni Jósefssyni fram gegn Víkingi R. í Pepsideildinni á mánudag í fyrsta sinn í ár.

Jósef samdi við búlgarska félagið PSFC Chernomorets Burgas í vetur en kom heim í vor vegna þess að Búlgararnir stóðu ekki við gerða samninga. Félagið neitaði hins vegar að skrifa undir félagaskipti og fór málið inn á borð alþjóðaknattspyrnusambandsins sem hefur nú loksins gert Grindvíkinginn lausan allra mála hjá búlgarska félaginu.

Ólafur segir Jósef, sem lék alla leiki Grindavíkur í fyrra, þó ekki geta gengið að sæti vísu í byrjunarliðinu enda hefur Grindavík gengið vel að undanförnu.

„Það er erfitt að mæta og spila fyrsta leik í næstum heilt ár, og þeir sem hafa spilað í hans stöðu í síðustu leikjum hafa ekkert gert til að verðskulda að fara úr liðinu. Þetta verður bara skoðað, en það vita allir að þetta er einn öflugasti bakvörður á landinu,“ sagði Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert