Annar sigur Fram í deildinni

Kristinn Ingi Halldórsson og Atli Sveinn Þórarinsson eigast við í …
Kristinn Ingi Halldórsson og Atli Sveinn Þórarinsson eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fram vann í kvöld ann­an sig­ur sinn í úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu, Pepsi-deild­inni, þegar liðið tók á móti Val á Laug­ar­dals­vell­in­um klukk­an 19.15. Fram sigraði 3:1 í leik þar sem Steven Lennon skoraði þrennu. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrj­un­arlið Fram: Ögmund­ur Krist­ins­son - Daði Guðmunds­son, Alan Low­ing, Hlyn­ur Atli Magnús­son, Samu­el Til­len - Jón Gunn­ar Ey­steins­son, Hall­dór Her­mann Jóns­son, Samu­el Hew­son - Krist­inn Ingi Hall­dórs­son, Steven Lennon, Almarr Ormars­son.
Vara­menn: Den­is Car­daklija - Hjálm­ar Þór­ar­ins­son, Andri Júlí­us­son, Hólm­bert Friðjóns­son, Orri Gunn­ars­son, Jón Orri Ólafs­son, Stefán Jó­hann­es­son.

Byrj­un­arlið Vals: Har­ald­ur Björns­son - Jón­as Tór Næs, Atli Sveinn Þór­ar­ins­son, Hall­dór Krist­inn Hall­dórs­son, Pól Jó­hannus Just­in­us­sen - Hauk­ur Páll Sig­urðsson, Jón Vil­helm Ákason, Christian Mou­rit­sen - Matth­ías Guðmunds­son, Kol­beinn Kára­son, Guðjón Pét­ur Lýðsson.
Vara­menn: Sindri Snær Jens­son - Sig­ur­björn Hreiðars­son, Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, Hörður Sveins­son, Arn­ar Geirs­son, Brynj­ar Krist­munds­son, Ingólf­ur Sig­urðsson.

Fram 3:1 Val­ur opna loka
skorar Steven Lennon (11. mín.)
skorar Steven Lennon (53. mín.)
skorar Steven Lennon (65. mín.)
Mörk
skorar Guðjón Pétur Lýðsson (80. mín.)
fær gult spjald Almarr Ormarsson (51. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Atli Sveinn Þórarinsson (13. mín.)
fær gult spjald Jónas Tór Næs (44. mín.)
fær gult spjald Jónas Tór Næs (90. mín.)
fær rautt spjald Jónas Tór Næs (90. mín.)
fær rautt spjald Arnar Sveinn Geirsson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leiknum er lokið og Framarar lyfta sér úr neðsta sætinu en eiga enn töluvert langt í land til þess að koma sér af fallsvæðinu.
90 Andri Júlíusson (Fram) kemur inn á
90 Almarr Ormarsson (Fram) fer af velli
90 Arnar Sveinn Geirsson (Valur) fær rautt spjald
Leikir þessara liða bjóða yfirleitt upp á einhver hasar og nú hafa tveir Valsmenn fokið út af á lokamínútunum. Arnar fékk rauða spjaldið eftir viðskipti við Almarr sem lá eftir.
90 Jónas Tór Næs (Valur) fær rautt spjald
Var áminntur í fyrri hálfleik.
90 Jónas Tór Næs (Valur) fær gult spjald
Fyrir brot á miðjum vallarhelmingi Vals. Hreyfði engum mótmælum.
88 Valur fær hornspyrnu
84 Hörður Sveinsson (Valur) á skalla sem fer framhjá
Valsmenn virðast vera að gera sig líklega til að þjarma aðeins að Frömurum eftir allt saman. Hörður var að skalla rétt framhjá marki Fram af markteig eftir undirbúning Arnars.
83
846 áhorfendur eru á leiknum samkvæmt skýrslu á ksi.is. Sé það rétt þá eru það einkar hljóðlátir og prúðir knattspyrnuáhugamenn.
81 Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) kemur inn á
81 Steven Lennon (Fram) fer af velli
Lennon fær heiðursskiptingu og fékk klapp frá þeim fáu Frömurum sem lögðu leið sína á leikinn.
80 MARK! Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) skorar
Prjónaði sig snyrtilega í gegnum vörn Fram og pikkaði boltanum neðst í hægra hornið frá vítateigslínu. Skaut á skrítnu "tempói" og fyrir vikið átti Ögmundur átti ekki möguleika.
77 Ingólfur Sigurðsson (Valur) kemur inn á
77 Kolbeinn Kárason (Valur) fer af velli
77 Jón Orri Ólafsson (Fram) kemur inn á
77 Daði Guðmundsson (Fram) fer af velli
75 Valur fær hornspyrnu
73 Matthías Guðmundsson (Valur) á skot framhjá
Ágæt tilraun rétt utan teigs en yfir.
69 Atli Sveinn Þórarinsson (Valur) á skalla sem fer framhjá
Af löngu færi.
69 Valur fær hornspyrnu
67
Fram verður tæplega í botnsæti deildarinnar eftir þessa umferð.
65 MARK! Steven Lennon (Fram) skorar
Kristinn komst inn í teiginn hægra megin og renndi boltanum fyrir þar sem Lennon var á nærstönginni og fullkomnaði þrennu sína með skemmtilegri hælspyrnu.
62 Arnar Sveinn Geirsson (Valur) kemur inn á
62 Christian R. Mouritsen (Valur) fer af velli
62 Hörður Sveinsson (Valur) kemur inn á
62 Jón Vilhelm Ákason (Valur) fer af velli
61 Valur fær hornspyrnu
60 Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) á skot sem er varið
Góð tilraun hjá Guðjóni utan teigs en vel varið hjá Ögmundi.
53 MARK! Steven Lennon (Fram) skorar
Skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Almarri. Framarar fengu hins vegar boltann eftir skelfileg mistök hjá Haraldi og Atla. Haraldur var undir pressu en Atli kom honum í vandræði með því að gefa lausa sendingu aftur á Harald sem rann til og gaf boltann beint á Framara.
51 Almarr Ormarsson (Fram) fær gult spjald
Ég átta mig ekki á því hvers vegna Almarr var spjaldaður en líklega fyrir kjaftbrúk.
50 Kolbeinn Kárason (Valur) á skot sem er varið
Valsmenn sendu langa sendingu inn á teiginn úr aukaspyrnu. Haukur Páll skallaði boltann til Kolbeins sem skaut af stuttu færi en beint á Ögmund.
46 Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn og nú sækja Valsmenn í áttina að Laugardalshöll.
45 Hálfleikur
Fyrri hálfleik er lokið. Framarar er með verðskuldaða forystu sem gæti raunar verið meiri. Valsmenn þurfa að skerpa á sínum leik ef þeir ætla sér að ná í þrjú stig.
44 Jónas Tór Næs (Valur) fær gult spjald
Fyrir brot á Hewson á miðjum vellinum.
39 Samuel Hewson (Fram) á skot framhjá
Þrumufleygur af löngu færi en hátt yfir markið.
39 Samuel Hewson (Fram) á skalla sem er varinn
Fékk langa og mjög góða sendingu frá nafna sínum Tillen og var aleinn en fór illa með gott færi.
36 Almarr Ormarsson (Fram) á skalla sem er varinn
Fékk góða fyrirgjöf frá Daða en Haraldur varði örugglega.
35 Samuel Hewson (Fram) á skot í þverslá
Fékk skotfæri utan teigs. Skotið var ekki fast en hafnaði engu að síður í slánni og fór þaðan aftur fyrir endamörk.
31 Samuel Tillen (Fram) á skot sem er varið
Fékk að keyra upp að vítateignum en reyndi skot með hægri fæti og það var kraftlítið.
29 Fram fær hornspyrnu
25 Jón Vilhelm Ákason (Valur) á skot sem er varið
Ágæt tilraun utan teigs vinstra megin en Ögmundur var vel staðsettur og varði.
24 Haukur Páll Sigurðsson (Valur) á skalla sem fer framhjá
Náði ekki að stýra boltanum á markið og skallinn fór töluvert framhjá.
24 Valur fær hornspyrnu
22 Matthías Guðmundsson (Valur) á skot sem er varið
Valur náði hættulegri sókn sem varð til vegna góðrar knatttækni hjá Mouritsen. Hann náði valdi á boltanum og kom honum á Guðjón sem sendi inn á markteiginn. Þar kom Matthías en þurfti að teygja sig í boltann og skotið var laust. Varnarmaður Fram bjargaði á marklínu eða svo gott sem.
20
Framarar hafa verið býsna sprækir síðustu tíu mínúturnar eða svo og forysta þeirra er verðskulduð.
16
Álitleg sókn hjá Fram. Almarr fékk boltann frá Lennon og komst inn í teiginn hægra megin. Hann sendi fyrir en sendingin var of innarlega og Haraldur kastaði sér á boltann.
13
Tillen sendi hættulega sendingu inn á markteig úr aukaspyrnunni en Jón Gunnar rétt missti af boltanum upp við markið og Haraldur fékk boltann í fangið.
13 Atli Sveinn Þórarinsson (Valur) fær gult spjald
Fyrir að brjóta niður skyndisókn rétt inn á vallarhelmingi Vals.
11 MARK! Steven Lennon (Fram) skorar
Samuel Tillen fékk frið á vinstri vængnum til að gefa eina af sínum frábæru fyrirgjöfum og sendi boltann inn á teiginn þar sem Lennon kom á ferðinni og skallaði boltann í hægra hornið. Vel gert hjá Frömurum en varnarleikur Vals var ekki merkilegur.
10 Almarr Ormarsson (Fram) á skot framhjá
Lét vaða utan teigs en skotið fór yfir markið.
9 Jón Vilhelm Ákason (Valur) á skot framhjá
Reyndi að skalla á markið utarlega úr teignum en náði ekki almennilega til boltans.
8 Valur fær hornspyrnu
1 Samuel Hewson (Fram) á skot sem er varið
Freistaði gæfunnar í fyrstu sókninni og reyndi skot af 25 metra færi en beint á Harald.
1 Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og Framarar byrja með boltann.
0
Haraldur Björnsson markvörður Vals er aftur kominn í byrjunarliðið eftir að hafa verið settur út úr liðinu í síðasta leik á móti Fylki vegna agabrota.
0
Valur og Fram hafa mæst 133 sinnum á Íslandsmótinu frá árinu 1919. Valur hefur unnið 55 leiki og Fram 46. Síðustu fjögur árin hefur Valur unnið fjóra leiki liðanna en Fram þrjá og tveir hafa endað með jafntefli.
0
Valur vann Fram 1:0 í fyrri leik liðanna í deildinni á Hlíðarenda í vor. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sigurmarkið á 86. mínútu.
0
Valsmaðurinn Andri Fannar Stefánsson tekur út eins leiks bann í kvöld en hann var rekinn af velli í síðasta leik Hlíðarendapilta, gegn Fylki.
0
Fram hefur aðeins unnið einn af 15 leikjum sínum í deildinni í sumar en gert jafntefli í síðustu tveimur. Valsmenn unnu í síðustu umferð sinn fyrsta sigur í sex leikjum.
0
Valsmenn eru í 4. sæti deildarinnar með 28 stig en Framarar eru í 11. og næstneðsta sætinu með 8 stig.
Sjá meira
Sjá allt

Fram: (M), .
Varamenn: (M), .

Valur: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Fram 10 (8) - Valur 10 (5)
Horn: Valur 6 - Fram 1.

Lýsandi:
Völlur: Laugardalsvöllur

Leikur hefst
22. ágú. 2011 19:15

Aðstæður:
Gola, skýjað og 11 stiga hiti. Völlurinn blautur.

Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Ásgeir Þór Ásgeirsson

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka