Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Arnar fékk að líta rauða spjaldið í tapi Vals gegn Fram á Laugardalsvellinum í gærkvöldi fyrir að traðka á Almari Ormarssyni.
Arnar Sveinn missir af leikjum Vals gegn Breiðabliki og Keflavík en fleiri Valsmenn voru úrskurðaðir í bann í dag. Jónas Þór Næs og Atli Sveinn Þórarinsson fengu eins leiks bann.
FH-ingar verða með þrjá menn í banni í leiknum gegn Stjörnunni á mánudaginn. Pétur Viðarsson á eftir að taka út seinni leikinn af tveimur í banni og í dag voru þeir Björn Daníel Sverrisson og Freyr Bjarnason úrskurðaðir í eins leiks bann.
Eftirtaldir leikmenn úr Pepsi-deildinni voru úrskurðaðir í leikbann í dag:
2 leikir:
Arnar Sveinn Geirsson, Val
1 leikur
Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki
Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki
Björn Daníel Sverrisson, FH
Freyr Bjarnason, FH
Almarr Ormarsson, Fram
Þórir Hannesson, Fylki
Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni
Atli Sveinn Þórarinsson, Val
Jónas Þór Næs, Val
Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Víkingi
Hörður Sigurjón Bjarnason, Víkingi
Bjarnólfur Lárusson, Víkingi (þjálfari)
Ingi Freyr Hilmarsson, Þór
Sveinn Elías Jónsson, Þór
Guðjón Baldvinsson, KR