Spear jafnaði í uppbótartíma fyrir ÍBV

Tryggvi Guðmundsson og Finnur Ólafsson fagna marki Tryggva gegn KR …
Tryggvi Guðmundsson og Finnur Ólafsson fagna marki Tryggva gegn KR í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

KR og ÍBV skildu jöfn, 2:2, í hörkuleik á KR-vellinum í kvöld þar sem varamaðurinn Aaron Spear jafnaði metin fyrir Eyjamenn í uppbótartíma. KR-ingar halda þar með enn tveggja stiga forskoti á Eyjamenn og eiga auk þess einn leik til góða.

Guðjón Baldvinsson kom KR yfir á 22. mínútu en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir ÍBV á 53. mínútu. Guðjón var aftur á  ferð á 78. mínútu, 2:1, og virtist hafa tryggt KR sigurinn en Spear jafnaði eins og áður sagði.

KR er með 35 stig á toppnum, ÍBV 33 og FH 31 en KR á einn leik til góða á keppinautana.

Lið KR: Hannes Þór Halldórsson - Ásgeir Örn Ólafsson, Grétar S. Sigurðarson, Aron Bjarki Jósepsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson - Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson - Kjartan Henry Finnbogason, Guðjón Baldvinsson, Björn Jónsson.
Varamenn: Egill Jónsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Gunnar Örn Jónsson, Dofri Snorrason, Hróar Sigurðsson, Davíð Einarsson, Atli Jónasson (m)

Lið ÍBV: Albert Sævarsson - Arnór Ólafsson, Rasmus Christiansen, Andri Ólafsson, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Tonny Mawejje, Ian Jeffs, Guðmundur Þórarinsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn: Abel Dhaira (m), Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Aaron Spear, Kjartan Guðjónsson, Jón Ingason, Óskar E. Z. Óskarsson.

KR 2:2 ÍBV opna loka
90. mín. Leik lokið Stórmeistarajafntefli á KR-vellinum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert