ÍBV á eftir KR eins og skugginn

Tryggvi Guðmundsson í baráttu við Mark Rutgers hjá Víkingi í …
Tryggvi Guðmundsson í baráttu við Mark Rutgers hjá Víkingi í leiknum í kvöld. mbl.is/hag

Víkingur R. og ÍBV mætust í 17. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, á Víkingsvellinum klukkan 18.00. ÍBV hafði sigur 3:1 en það sem helsta athygli vakti voru tvö mörk Tryggva Guðmundssonar.

Hann er nú kominn með 125 mörk í efstu deild á Íslandi en vantar eitt til að jafna met Inga Björns Alberssonar sem er 126 mörk. Ian Jeffs bætti við þriðja marki gestanna áður en Sigurður Egill Lárusson minnkaði muninn á síðustu mínútu leiksins.

ÍBV fylgir því KR enn eins og skugginn en ástandið hjá Víkingum versnaði enn á botni deildarinnar.

Lið Víkings: Magnús Þormar, Colin Marshall, Mark Rutgers, Halldór Smári Sigurðsson, Tómas Guðmundsson, Helgi Sigurðsson, Sigurður Egill Lárusson, Aron Elís Þrándarson, Kristinn Jens Bjartmarsson, Björgólfur Takefusa, Magnús Páll Gunnarsson.
Varamenn: Skúli Sigurðsson (m), Kristinn Jóhannes Magnússon, Patrik Snær Atlason, Walter Hjaltested, Viktor Jónsson, Davíð Örn Atlason, Róbert Rúnar Jack.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Tryggvi Guðmundsson, Guðmundur Þórarinsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs.
Varamenn: Abel Dhaira (m), Andri Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Aaron Spear, Kjartan Guðjónsson, Jón Ingason, Óskar Elías Zoega Óskarsson.

Víkingur R. 1:3 ÍBV opna loka
90. mín. Andri Ólafsson (ÍBV) fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert