Topp- og botnbarátta í kvöld

KR-ingar og Eyjamenn mæta botnliðum Fram og ÍBV í kvöld.
KR-ingar og Eyjamenn mæta botnliðum Fram og ÍBV í kvöld. mbl.is/Eggert

Þrjú efstu liðin í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, spila leiki sína í 17. umferðinni í kvöld, og sama er að segja um þrjú neðstu liðin.

Topp- og botnbarátta sameinast í tveimur leikjanna því KR, sem er efst, leikur við Fram, sem er næstneðst, og Víkingur, sem er neðstur, tekur á móti Eyjamönnum, sem eru næstefstir.

Sviptingar í þessum tveimur leikjum geta því haft mikil áhrif á stöðuna á toppi og á botni en báðir leikirnir hefjast klukkan 18.

Keflavík, sem er í þriðja neðsta sætinu fyrir leiki kvöldsins, tekur á móti Fylki klukkan 18 en gæti lyft sér af mesta hættusvæðinu og upp í sjötta sætið með sigri.

Loks mætast Stjarnan og FH klukkan 19.15 í Garðabæ. FH-ingar eru á miklu skriði og eru í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir KR-ingum og tveimur á eftir Eyjamönnum, og Stjörnumenn hafa einnig verið öflugir að undanförnu. Það er því tvímælalaust stórleikur kvöldsins, miðað við stöðuna í deildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert