Ingimundur Níels til Sandnes

Ingimundur Níels Óskarsson í barttu við Þórarinn Inga Valdimarsson.
Ingimundur Níels Óskarsson í barttu við Þórarinn Inga Valdimarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingimundur Níels Óskarsson knattspyrnumaðurinn knái í liði Fylkis er genginn til liðs við norska B-deildarliðið Sandnes Ulf. Fram kemur á vef félagsins að félagið hafi náð samkomulagi við Fylki um félagaskiptin og gildir samningur Níelsar út tímabilið. Um lánssamning er að ræða.

Þar með eru tveir Íslendingar í herbúðum Sandnes Ulf en fyrir er Steinþór Freyr Þorsteinsson sem hefur verið einn albesti leikmaður liðsins á tímabilinu. Liðið trónir á toppi deildarinnar, hefur fimm stiga forskot á Hönefoss þegar níu umferðir eru eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert