Selfyssingar fagna úrvalsdeildarsætinu

Selfyssingar fagna úrvalsdeildarsætinu í Mjóddinni í dag.
Selfyssingar fagna úrvalsdeildarsætinu í Mjóddinni í dag. Árni Sæberg

Selfyssingar munu eflaust fagna langt fram eftir nóttu en þeir endurheimtu sæti sitt í Pepsi-deildinni í dag eftir sigur á ÍR-ingum, 3:1, í næst síðustu umferð deildarinnar.

Logi Ólafsson, sem vill meina að fréttamenn hafi ekki haft trú á sínum mönnum, tók við þjálfun Selfossliðsins fyrir tímabilið og óhætt er að segja að hann hafi skilað góðu starfi en sem kunnugt var Logi rekinn úr starfi hjá KR-ingum um mitt tímabil á síðustu leiktíð.

Selfyssingar ætla að blása til sigurveislu á Selfossi í kvöld og verður örugglega mikil stemning enda kunna Selfyssingar að skemmta sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert