ÍBV sigraði Þór, 3:1, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Hásteinsvelli í dag og komst með því í efsta sætið í deildinni, a.m.k. þar til leik FH og KR í Kaplakrika lýkur.
Jóhann Helgi Hannesson kom Þór yfir um miðjan fyrri hálfleik en Aaron Spear jafnaði fjórum mínútum síðar og staðan var 1:1 í hálfleik. Spear skoraði aftur í byrjun síðari hálfleiks og Andri Ólafsson innsiglaði sigur Eyjamanna.
Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner, Rasmus Christiansen, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Aaron Spear, Guðmundur Þórarinsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Ian David Jeffs.
Varamenn: Abel Dhaira, Yngvi Borgþórsson, Kjartan Guðjónsson, Jón Ingason, Björn Sigursteinsson, Óskar Elías Óskarsson, Guðjón Orri Sigurjónsson.
Lið Þórs: Srdjan Rajkovic, Gísli Páll Helgason, Aleksandar Linta, Gunnar Már Guðmundsson, Ármann Ævar Pétursson, Þorsteinn Ingason, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson, Ingri Freyr Hilmarsson, Janez Vrenko, Clark Keltie.
Varamenn: Björn Hákon Sverrisson, Atli Sigurjónsson, Dávid Disztl, Sigurður Marinó Kristjánsson, Baldvin Ólafsson, Halldór Orri Hjaltason, Ragnar Hauksson.