Fyrsta tap KR í deildinni

Bjarni Guðjónsson, Atli Viðar Björnsson
Bjarni Guðjónsson, Atli Viðar Björnsson mbl.is/Ómar Óskarsson

FH og KR mættust í stórleik í Kaplakrika en KR var í efsta sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fyrir leikinn og hafði ekki tapað leik. Það breyttist hinsvegar allt í dag því FH vann 2:1 og varð því fyrsta íslenska liðið til að vinna KR í sumar. Auk þess er það nú ÍBV sem heldur toppsætinu í deildinni en KR á leik til góða gegn Keflavík og er í öðru sæti.

Atli Guðnason og Atli Viðar Björnsson skoruðu mörk FH í fyrri hálfleik en Kjartan Henry Finnbogason fyrir KR í þeim síðari. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en FH-ingar voru mun betri í fyrri hálfleik og fyrstu mínúturnar í þeim síðari eða allt þangað til KR skoraði.

Lið FH: Gunnleifur Gunnleifsson, Pétur Viðarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason,  Björn Daníel Sverrisson, Hólmar Örn Rúnarsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Matthías Vilhjálmsson, Ólafur Páll Snorrason, Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson (m), Gunnar Kristjánsson, Guðmundur Sævarsson, Jón Ragnar Jónsson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Viktor Örn Guðmundsson, Emil Pálsson. 

Lið KR: Hannes Þór Halldórsson, Magnús Már Lúðvíksson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Aron Bjarki Jósepsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Egill Jónsson, Gunnar Örn Jónsson, Björn Jónsson, Kjartan Henry Finnbogason, Guðjón Baldvinsson.
Varamenn: Atli Jónasson (m), Gunnar Þór Gunnarsson, Dofri Snorrason, Torfi Karl Ólafsson, Hróar Sigurðsson, Aleksandar Alexander Kostic, Davíð Einarsson.

FH 2:1 KR opna loka
90. mín. Atli Guðnason (FH) fer af velli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert