Keflavík vann mikilvægan sigur á Val, 1:0, á Valsvelli í dag í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, en sigurinn lyftir Keflavík aðeins upp út sárustu botnbaráttunni. Ísak Örn Þórðarson skoraði eina mark leiksins á 11. míníutu.
Keflavíkurliðið átti möguleika á að komast tveimur mörkum yfir á 20. mínútu en Haraldur Björnsson varði þá slaka vítaspyrnu Guðmundar Steinarssonar.
Valsmenn voru sterkari lengst af í fyrri hálfleik en þeir náðu ekki að færa sér það í nyt. Í síðari hálfleik var minna um að vera og Keflvíkingum tókst að halda forskoti sínu með skipulögðum leik.
Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.
Lið Vals: Haraldur Björnsson, Jónas Þór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Pól Justinussen, Rúnar Már Sigurjónsson, Hörður Sveinsson, Matthías Guðmundsson, Jón Vilhelm Ákason, Haukur Páll Sigurðsson, Andri Fannar Stefánsson.
Varamenn: Sindri Snær Jensson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Christian Mouritsen, Brynjar Kristmundsson, Ingólfur Sigurðsson, Kolbeinn Kárason, Breki Bjarnason.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Adal Larsson, Guðjón Árni Antoníusson, Einar Orri Einarsson, Jóhann B. Guðmundsson, Andri Steinn Birgisson, Guðmundur Steinarsson, Hilmar Geir Eiðsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Frans Elvarsson, Ísak Örn Þórðarson.
Varamenn: Árni Freyr Traustason, Magnús S. Þorsteinsson, Arnór Ingvi Traustason, Ásgrímur Rúnarsson, Magnús Þórir Matthíasson, Ómar Karl Sigurðsson, Grétar Ólafur Hjartarson.