Ungur markaskorari í sigri Fylkis á Víkingi

Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Albert Brynjar Ingason
Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Albert Brynjar Ingason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylkir og Víkingur áttúst við í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en flautað verður til leiks á Fylkisvelli í Árbæ klukkan 17. Víkingur komst í 1:0 á 82. mínútu en Fylkir sigraði 2:1. Fylgst var með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Varamaðurinn Viktor Jónsson kom Víkingi yfir en hann hafði aðeins verið inn á í nokkrar sekúndur. Hjörtur Hermannsson jafnaði fyrir Fylki en hann er fæddur árið 1995 og Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Trausti Björn Ríkharðsson, Þórir Hannesson, Kristján Valdimarsson, Tómas Þorsteinsson - Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Baldur Bett, Hjörtur Hermannsson - Ásgeir Örn Arnþórsson, Albert Ingason, Rúrik Andri Þorfinnsson.

Varamenn: Bjarni Þórður Halldórsson - Davíð Þór Ásbjörnsson, Benedikt Óli Barðdal, Andri Már Hermannsson, Elís Rafn Björnsson, Styrmir Erlendsson, Ásgeir Eyþórsson.

Byrjunarlið Víkings: Magnús Þormar - Kristinn Jens Bjartmarsson, Mark Rutgers, Tómas Guðmundsson, Sigurður Egill Lárusson - Baldur Aðalsteinsson, Colin Marshall, Kristinn Magnússon - Magnús Páll Gunnarsson, Björgólfur Takefusa, Aron Þrándarson.

Varamenn: SKúli Sigurðsson - Hörður Bjarnason, Halldór Smári Sigurðsson, Helgi Sigurðsson, Walter Hjaltested, Viktor Jónsson, Gunnar Einarsson.

Fylkir 2:1 Víkingur R. opna loka
90. mín. Kristinn Jens Bjartmarsson (Víkingur R.) fær gult spjald Fyrir hindrun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert