Keflavík og Breiðablik eru bæði í fallhættu eftir að þau skildu jöfn, 1:1, í 19. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, á Nettóvellinum í Keflavík.
Bæði lið eru með 21 stig, eins og Þórsarar, en Grindavík er með 20 stig og Fram 15. Þessi fjögur lið bítast um að halda sér í deildinni en eitt þeirra fellur með Víkingum sem töpuðu 0:1 fyrir Val í kvöld og féllu úr deildinni.
Tómas Óli Garðarsson kom Blikum yfir á 19. mínútu en Jóhann Birnir Guðmundsson jafnaði fyrir Keflavík á 43. mínútu.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Adam Larsson, Einar Orri Einarsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Andri Steinn Birgisson, Frans Elvarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson, Hilmar Geir Eiðsson, Ísak Örn Þórðarson.
Varamenn: Magnús S. Þorsteinsson, Árni Freyr Ásgeirsson (m), Arnór Ingvi Traustason, Ásgrímur Rúnarsson, Magnús Þórir Matthíasson, Grétar Ó. Hjartarson, Viktor Smári Hafsteinsson.
Lið Breiðabliks: Sigmar Ingi Sigurðarson - Tómas Óli Garðarsson, Kári Ársælsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Kristinn Jónsson, Finnur Orri Margeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Rafn Andri Haraldsson, Andri Rafn Yeoman, Árni Vilhjálmsson, Kristinn Steindórsson.
Varamenn: Ingvar Þór Kale (m), Olgeir Sigurgeirsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Jökull I. Elísabetarson, Arnar Már Björgvinsson, Guðmundur Friðriksson.