Verður leikfært í Eyjum?

Tryggvi fagnar marki í fyrri leik liðanna í Frostaskjóli í …
Tryggvi fagnar marki í fyrri leik liðanna í Frostaskjóli í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Einn af úrslitaleikjum Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fer fram í Vestmannaeyjum á morgun þegar ÍBV tekur á móti KR klukkan 17:15. Liðin eru með jafn mörg stig á toppi deildarinnar, fjórum stigum meira en FH.

Eyjamenn eiga þrjá leiki eftir en KR-ingar eiga fjóra leiki eftir og munu spila leikinn sem þeir eiga til góða á fimmtudaginn á móti Keflavík.

Fréttir gærdagsins voru ekki góðar fyrir Eyjamenn en þá kom í ljós að nárameiðsli fyrirliðans, Andra Ólafssonar munu draga dilk á eftir sér. Andri fór meiddur af velli á móti Stjörnunni og er óvíst hvort hann nær að spila meira með ÍBV á tímabilinu.

Andri æfði ekki með liðinu í gær og nokkurn veginn hægt að slá því föstu að hann spili ekki á morgun. Á móti kemur að KR mun leika án þeirra Guðjóns Baldvinssonar og Magnúsar Más Lúðvíkssonar sem taka út leikbann.

Nánar er fjallað um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og rætt við Tryggva Guðmundsson leikmann ÍBV og Kristinn Kjærnested formann knattspyrnudeildar KR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert