Valur og Þór mættust í 20. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Vodafonevellinum að Hlíðarenda klukkan 17.00. Þetta var eini leikurinn sem var ekki frestað í þessari umferð vegna veðurs. Það hefði þó líklega verið réttast í stöðunni eftir á að hyggja.
Valur rakaði hinsvegar saman þremur stigum eftir mark úr vítaspyrnu þegar komið var fram í uppbótartíma, lokatölur 2:1. Kolbeinn Kárason kom Val í 1:0 undir lok fyrri hálfleiks en Sveinn Elías Jónsson jafnaði metin á 69. mínútu. Það var síðan Rúnar Már Sigurjónsson sem skoraði sláin inn úr vítaspyrnu eins og áður var sagt frá.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Lið Vals: Haraldur Björnsson, Jónas Tór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Pól Jóhannus Justinussen, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Brynjar Kristmundsson, Andri Fannar Stefánsson, Ingólfur Sigurðsson, Kolbeinn Kárason.
Varamenn: Hörður Sveinsson, Matthías Guðmundsson, Sindri Snær Jensson (m), Jón Vilhelm Ákason, Arnar SVeinn Geirsson, Christian R. Mouritsen, Guðmundur Már Þórsson.
Lið Þórs: Srdjan Rajkovic, Gísli Páll Helgason, Aleksandar Linta, Gunnar Már Guðmundsson, Ármann Pétur Ævarsson, Þorsteinn Ingason, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson, Janez Vrenko, Dávid Disztl, Clark Keltie.
Varamenn: Atli Jens Albertsson, Ottó Hólm Reynisson, Björn Hákon Sveinsson (m), Ingi Freyr Hilmarsson, Sigurður Marinó Kristjánsson, Baldvin Ólafsson, Ragnar Haukur Hauksson.