384 mættu á völlinn

Gísli Páll Helgason, Andri Fannar Stefánsson og Pól Justinussen í …
Gísli Páll Helgason, Andri Fannar Stefánsson og Pól Justinussen í slagveðursleiknum í gær. mbl.is/Kristinn

Þær voru slæmar aðstæðurnar sem boðið var upp á þegar Valur og Þór áttust við í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær. Rok og rigning og ekki hægt að lýsa ástandinu öðruvísi en sem slagviðri.

Ljóst er að Valsmenn urðu af dýrmætum krónum í gær en aðeins sáu 384 áhorfendur sér fært og boðlegt að mæta. Aldrei hafa færri mætt á Vodafonevöllinn í sumar. Fyrra metið var síðasti leikur liðsins gegn Keflavík þegar mættu 540 áhorfendur. Flestir komu á völlinn þegar ÍBV var í heimsókn eða 2.348. Að meðaltali hafa verið 1.182 áhorfendur á níu heimaleikjum Vals í sumar fram að leiknum gegn Þór.

Ef miðað er við að hver áhorfandi borgi 1.200 krónur inn, fullorðnir aðeins meira og börn aðeins minna, töpuðu Valsmenn, miðað við áhorfendafjöldann í gær, dreginn frá meðaltalinu, 960 þúsund krónum tæpum. Þá er ótalin verslun í hálfleik.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka