Jafntefli í toppslagnum

Aaron Spear kemur ÍBV yfir í leiknum í dag.
Aaron Spear kemur ÍBV yfir í leiknum í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar

 ÍBV og KR skildu jöfn, 1:1, í toppslag úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. Liðin eru því jöfn á toppnum með 40 stig en KR á leik til góða. FH er komið á hæla liðanna tveggja með 38 stig eftir sigur í Grindavík í dag.

Eyjamenn urðu fyrir áfalli strax á 16. mínútu þegar Brynjar Gauti Guðjónsson fékk rauða spjaldið. KR sótti nær látlaust eftir það en ÍBV komst samt yfir með marki frá Aaron Spear á 26. mínútu. Eftir þunga pressu náði Kjartan Henry Finnbogason að jafna fyrir KR á 68. mínútu, 1:1.

Lið ÍBV: Abel Dhaira - Arnór Ólafsson, Rasmus Christiansen, Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Tonny Mawejje, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Ian Jeffs, Tryggvi Guðmundsson, Aaron Spear.
Varamenn: Albert Sævarsson (m), Yngvi M.  Borgþórsson, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Jón Ingason,  Björn Sigursteinsson, Óskar Elías Zoega Óskarsson.

Lið KR: Hannes Þór Halldórsson - Dofri Snorrason, Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar S. Sigurðarson, Guðmundur R. Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Egill Jónsson, Gunnar Örn Jónsson, Kjartan Henry Finnbogason.
Varamenn: Gunnar Þór Gunnarsson, Torfi Karl Ólafsson, Hróar Sigurðsson, Aron Bjarki Jósepsson, Björn Jónsson, Davíð Einarsson, Atli Jónasson (m)

Abel Dhaira kom í mark ÍBV í stað Alberts Sævarssonar, …
Abel Dhaira kom í mark ÍBV í stað Alberts Sævarssonar, sem hér hjálpar Abel að hita upp fyrir leikinn. mbl.is/Sigfús Gunnar
ÍBV 1:1 KR opna loka
90. mín. Leik lokið +3 1-1 lokatölur. KR-ingar í ökumannssætinu eftir þetta enda eiga þeir leik til góða. Liðin hins vegar bæði með 40 stig en KR-ingar með betra markahlutfall. Gestirnir úr Vesturbænum voru mun meira með boltann en Eyjamenn vörðust vel og gerðu í raun aðeins ein mistök sem KR-ingar nýttu sér.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert