ÍBV og KR skildu jöfn, 1:1, í toppslag úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. Liðin eru því jöfn á toppnum með 40 stig en KR á leik til góða. FH er komið á hæla liðanna tveggja með 38 stig eftir sigur í Grindavík í dag.
Eyjamenn urðu fyrir áfalli strax á 16. mínútu þegar Brynjar Gauti Guðjónsson fékk rauða spjaldið. KR sótti nær látlaust eftir það en ÍBV komst samt yfir með marki frá Aaron Spear á 26. mínútu. Eftir þunga pressu náði Kjartan Henry Finnbogason að jafna fyrir KR á 68. mínútu, 1:1.
Lið ÍBV: Abel Dhaira - Arnór Ólafsson, Rasmus Christiansen, Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Tonny Mawejje, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Ian Jeffs, Tryggvi Guðmundsson, Aaron Spear.
Varamenn: Albert Sævarsson (m), Yngvi M. Borgþórsson, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Jón Ingason, Björn Sigursteinsson, Óskar Elías Zoega Óskarsson.
Lið KR: Hannes Þór Halldórsson - Dofri Snorrason, Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar S. Sigurðarson, Guðmundur R. Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Egill Jónsson, Gunnar Örn Jónsson, Kjartan Henry Finnbogason.
Varamenn: Gunnar Þór Gunnarsson, Torfi Karl Ólafsson, Hróar Sigurðsson, Aron Bjarki Jósepsson, Björn Jónsson, Davíð Einarsson, Atli Jónasson (m)